Manntíminn: Maðurinn sem jarðsögulegt afl Dr. Edward H. Huijbens og Dr. Karl Benediktsson skrifar 20. september 2012 06:00 Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Mannfólkið sem jörðina byggir er farið að umbylta henni með þvílíkum hætti að tekið er að ræða um tímabilið frá 1750 sem upphaf nýs jarðsöguskeiðs: Manntíma (e. anthropocene). Þetta var uppistaða aðalerinda á alþjóðaráðstefnu landfræðinga, sem haldin var í lok ágúst í Köln í Þýskalandi. Sögu jarðarinnar er skipt í tiltekin skeið eða aldir, sem flestar spanna milljónir ára. Á skeiði sem nefnt er miðlífsöld gengu risaeðlur til að mynda um jörðina. Endalok þeirra urðu fyrir um 65 milljónum ára, með hamförum sem þurrkuðu um 90% allra þálifandi dýrategunda af yfirborði jarðar. Við tók nýlífsöld, sem enn stendur. Innan hennar eru allmörg skemmri tímabil. Siðmenningin hefur að mestu mótast á tímabili sem kallað er nútími (e. holocene) og tók við af ístíma (e. pleistocene) fyrir rúmlega 10.000 árum. Nú er hins vegar svo komið að rætt er í fullri alvöru og með veigamiklum vísindarökum að upp sé runnið nýtt skeið, þar sem umsvif mannkynsins séu tekin að valda varanlegum breytingum á líf- og vistkerfum jarðarinnar allrar. Þetta eru í raun stórmerkar fréttir. Burtséð frá umræðu um eðli og umfang þessara breytinga, svo sem hnattræna hlýnun, þá felst í þessari hugsun viðurkenning á því að samfélög okkar eru ekki aðeins á jörðinni heldur með jörðinni. Samfélög fólks og jörðin eru eitt. Mannlíf og náttúra verða ekki skilin sundur. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að ímynda sér að aðgerðir okkar og athafnir hafi bara með okkur sjálf að gera eða mögulega bara nánasta umhverfi. Það sem við gerum mótar jörðina okkar allra. Þetta má skýra með dæmi. Ákvörðun íslensks fyrirtækis um aukin umsvif, tekin á stjórnarfundi í ljósi ársfjórðunglegs yfirlits yfir rekstur þess, valda því að einhvers staðar – kannski í Kongó eða Kostaríku – er meira tekið af efni úr jörð. Þetta efni er flutt úr stað og unnið og áhrifanna gætir um alla jörð. Áhrifin kunna að virðast smávægileg, en þau eru hluti af flóknu neti tengsla, sem eru hins vegar oft langt í frá augljós. Þegar horft er heildstætt á vistkerfi jarðar má sjá að fjöldi fólks á jörðinni, umsvif þess og þarfir eru farin að hafa víðtæk og varanleg áhrif á jörðina sjálfa. Að við séum eitt með náttúru og umhverfi eru svo sem ekki nýjar fréttir. Tengsl fólks og náttúru hafa um langan aldur verið eitt meginviðfangsefni landfræðinga og síðustu áratugi hefur nánast öll umræða í umhverfismálum hverfst um þetta. Fréttirnar eru þær að vísindaheimurinn hefur nú gefið þessu nafn sem setur athafnir manna í skýrt jarðsögulegt samhengi. Maðurinn er orðinn jarðsögulegt afl. Við lifum í manntímanum.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar