Með báðum augum – eða bara öðru? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. september 2012 06:00 Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun