Með báðum augum – eða bara öðru? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. september 2012 06:00 Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar