
Berjum ekki höfðinu við steininn
Aukið veiðigjald, sem sjálfstæðismenn börðust á móti fyrr á þessu ári, gerir okkur mögulegt að nærfellt tvöfalda framlög til rannsókna og tækniþróunar auk þess að skila 400 milljónum í sóknaráætlanir landshluta. Það er lyftistöng fyrir landsbyggðina ásamt þeim samgöngubótum sem fjármagnaðar verða af veiðileyfagjaldi og flýta bæði Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum um 2 til 3 ár. Það væri fróðlegt að heyra hvort þessi framfararmál verða slegin af með afnámi veiðigjaldsins komist sjálfstæðismenn til valda.
Klifað er á því að samtímis litlum fjárfestingum sé skattheimtan sligandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. En tölurnar tala hins vegar sínu máli. Þær sýna lækkandi skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu. Árin 2005 og 2006, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sogaði ríkið til sín nærri þriðjung landsframleiðslunnar í formi gjalda og skatta eða 31,5%. Á þessu ári eru skatttekjurnar áætlaðar 27,3% af landsframleiðslu og verða jafnvel ívið lægri á því næsta ef áætlanir standast. Reyndin er einnig sú að á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fjárfesting 19,3% meiri en á sama tímabili í fyrra.
Minna atvinnuleysi en víðast hvar
Fá lönd innan OECD búa nú við minna atvinnuleysi en Ísland og ekkert land hefur náð að minnka atvinnuleysið eins hratt og mikið á liðnum árum og Ísland. Á þessu ári hefur fjöldi nýrra starfa orðið til og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut.
Þótt störf tapist árstíðabundið er óhjákvæmilegt að horfa til þess að það sem af er þessu ári hefur atvinnuleysið verið um 1,5 prósentustigum lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi mælist hér 4,8%. Að jafnaði er það um 8% í OECD-löndunum.
Þá hefur einnig náðst mikill árangur með vinnumarkaðsaðgerðum. Ég nefni hér átaksverkefnið „nám er vinnandi vegur“, en með því hefur nær 1.000 atvinnuleitendum verið tryggt námsúrræði. Átakið „vinnandi vegur“ beinst að langtímaatvinnulausum. Alls hafa 1.400 atvinnuleitendur fengið vinnu í nafni þessa átaks.
Bætt menntun er góð
Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa einnig reynt að finna haldreipi í minnkandi atvinnuþátttöku í landinu. Það er það hlutfall heildarfjölda manna á vinnualdri sem hefur vinnu eða leitar vinnu. Gögn Hagstofunnar sýna að atvinnuþátttakan er nokkru lægri nú en fyrir ári. Þá var hún 80,3% en er nú 79,4%. Sveiflan er ekki mikil og enn minni ef borin eru saman lengri tímabil. Sérfræðingar Íslandsbanka segja um þetta í Morgunkorni 19. september: „Ýmsar skýringar geta verið á þessu, og þurfa ekki allar að vera áhyggjuefni. Ef námsmönnum hefur til að mynda fjölgað getur það skilað sér í betur menntuðu vinnuafli síðar meir. Ef hins vegar einstaklingum utan vinnumarkaðar fer fjölgandi vegna þess að þeir gefast upp á atvinnuleit eða verða óvinnufærir er það vissulega neikvæð þróun. Verður forvitnilegt að fylgjast með frekari upplýsingum frá vinnumarkaði sem geta skýrt þessa mynd.“
Um þetta er sem sagt ekkert hægt að fullyrða líkt og gert hefur verið úr herbúðum stjórnarandstæðinga. En svo mikið er víst að ríkisstjórnin hefur sannarlega leitast við að bjóða upp á námstækifæri samfara þrengingum á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins. Það eitt skilar betur menntuðu vinnuafli.
Ég á þá ósk að menn hegði málflutningi sínum í samræmi við staðreyndir. Þær gefa alls ekki tilefni til neyðarópa. Þvert á móti vekja þær vonir um bjartari tíð og meiri stöðugleika. Enda sýnir fjölþjóðleg athugun að nánast hvergi er sú skoðun jafn útbreidd og á Íslandi að landið sé á réttri leið.
Skoðun

Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Hver reif kjaft við hvern?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra
Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar

Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ
Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar

Kjósum opnara grunnnám
Toby Erik Wikström skrifar

Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda
Ástráður Eysteinsson skrifar

Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands?
Ingileif Jónsdóttir skrifar

Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Vopnakaup íslenska ráðamanna
Friðrik Erlingsson skrifar

Samstaðan er óstöðvandi afl
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands
Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar

Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ?
Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar

Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu
Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar

Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi
Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar

Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru
Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar