Össur fastur í ESB-horninu Björn Bjarnason skrifar 26. september 2012 05:00 Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny it"-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt. Össur Skarphéðinsson er stjórnmálamaður í horni, ESB-horni. Hann reynir að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðjudaginn 25. september og segir mig vilja taka upp evru. Fyrir þessari fullyrðingu utanríkisráðherra eru engin rök frekar en svo mörgu sem hann segir til að fegra ESB-málstað sinn. Eftir að við sátum saman í Evrópunefnd sem lauk störfum í mars 2007 hef ég sannfærst um að ESB hafi lögheimild til að gera tvíhliða samning um evru-samstarf við ríki utan ESB og samningsstaða Íslands sem evru-ríkis sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem pólitískt fordæmi tvíhliða Prümsamning Íslands við ESB á grundvelli Schengensamstarfsins. Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei verið látið reyna af Íslands hálfu. Það háir mjög umræðum við ESB-aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve hættulegt er að fela slíkum mönnum forystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir hagsmunir eru settir í annað eða þriðja sæti. Ég hef aldrei lýst stuðningi við upptöku evru en sagst tilbúinn að vega og meta hagfræðilegar röksemdir. Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu. Það er argasta blekking að ég styðji upptöku hennar. Össur Skarphéðinsson veit betur en birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð mína við að komast úr ESB-horninu verður hann að segja satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny it"-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt. Össur Skarphéðinsson er stjórnmálamaður í horni, ESB-horni. Hann reynir að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðjudaginn 25. september og segir mig vilja taka upp evru. Fyrir þessari fullyrðingu utanríkisráðherra eru engin rök frekar en svo mörgu sem hann segir til að fegra ESB-málstað sinn. Eftir að við sátum saman í Evrópunefnd sem lauk störfum í mars 2007 hef ég sannfærst um að ESB hafi lögheimild til að gera tvíhliða samning um evru-samstarf við ríki utan ESB og samningsstaða Íslands sem evru-ríkis sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem pólitískt fordæmi tvíhliða Prümsamning Íslands við ESB á grundvelli Schengensamstarfsins. Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei verið látið reyna af Íslands hálfu. Það háir mjög umræðum við ESB-aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve hættulegt er að fela slíkum mönnum forystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir hagsmunir eru settir í annað eða þriðja sæti. Ég hef aldrei lýst stuðningi við upptöku evru en sagst tilbúinn að vega og meta hagfræðilegar röksemdir. Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu. Það er argasta blekking að ég styðji upptöku hennar. Össur Skarphéðinsson veit betur en birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð mína við að komast úr ESB-horninu verður hann að segja satt.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun