Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt? Þorkell Helgason skrifar 27. september 2012 06:00 Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki endilega meðvitað pólitískt markmið. Með fyrri stjórnarskrárbreytingum hefur af og til verið tekið á vandanum. Misvæginu hefur þó aldrei verið útrýmt til fulls og jafnan hefur farið aftur í fyrra horf. Stjórnlagaráð leggur til að á þessu verði tekið með skýrum og óyggjandi hætti, enda stendur skorinort í 2. mgr. í 39. gr. í frumvarpi ráðsins: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt." Minna virðist deilt um markmiðið, jöfnun kosningarréttar, en um leiðirnar að því markmiði. Að mati margra er einfaldasta og um leið skynsamasta leiðin sú að hafa landið eitt kjördæmi. Um leið verði þingmenn fulltrúar allra kjósenda hvar sem þeir búa á landinu. Landið sem eitt kjördæmi var skýr krafa þjóðfundarins 2010 að mati stjórnlaganefndar, þótt önnur sjónarmið hafi vissulega komið fram. Niðurstaða stjórnlagaráðs varð sú að leggja til samþættingu kjördæmakosninga og landskjörs. Því er haldið opnu hvort landið sé eitt kjördæmi eða fleiri. En sé því skipt upp skal vera unnt að bjóða fram landslista ásamt kjördæmalistum. Jafnframt skal frambjóðendum vera heimilt að bjóða sig fram samtímis á einum lista af hvoru taginu hjá sama flokki. Þannig geta frambjóðendur og kjósendur sjálfir ráðið því hvort þeir vilja horfa til landsins alls eða til kjördæmissjónarmiða, eða til hvors tveggja. Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst þó ekki um útfærsluna heldur um sjálft grunnmarkmiðið, sama vægi atkvæða alls staðar á landinu. Fjöllum um rökin og gagnrýnina. Rök fyrir JÁ við spurningunniRökin fyrir jöfnu vægi atkvæða virðast svo auðsæ að það ætti vart að þurfa að nefna þau. Hér eru nokkur: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er ekki hægt að tala um hálf mannréttindi, hvorki í kosningarrétti né í öðrum lýðréttindum. Fram kom á þjóðfundinum 2010 skýr krafa um að ójöfnuðinum verði með öllu útrýmt. Ísland er fámennt, kjósendur gætu rúmast í einu kjördæmi víða erlendis. Hvers vegna að draga íbúana í dilka og gera þeim lýðræðislega mishátt undir höfði? Hlúum frekar hvert að öðru hvar á landinu sem er. Misvægi atkvæða leiðir óhjákvæmilega til klúðurslegs kosningakerfis. Til þess að tryggja jöfnuð milli flokka er búið til flókið jöfnunarsætakerfi til þess að vega upp á móti búsetumisvæginu. Með jöfnu atkvæðavægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Rök fyrir NEI við spurningunni Eftirfarandi hefur heyrst til stuðnings neii, þ.e.a.s. því að viðhalda atkvæðamisvæginu: Aðstaða íbúanna er sögð misjöfn m.a. vegna búsetu. Þeir sem eigi í vök að verjast þurfi meira atkvæðavægi og eigi það skilið. En hvað með þá sem fara halloka af öðrum sökum en búsetu, svo sem fatlaðir? Eiga þeir þá ekki kröfu á auknu atkvæðavægi? Og öfugt, ættu hinir ríku að hafa skertan atkvæðisrétt? Sagt er að þeir sem búa suðvestanlands eigi beinni og auðveldari aðgang að stjórnvöldum en hinir. Er það svo? Hve oft kemst íbúi í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins í tæri við þingmenn sína eða aðra valdsmenn? Skiptir landfræðileg fjarlægð sköpum á dögum netsamskipta af öllu tagi? Bent er á að sums staðar erlendis, t.d. í Noregi, sé líka atkvæðavægi mismunandi eftir búsetu. Það er rétt en er líka umdeilt þar. Jafnframt verður á það að líta að misvægið í Noregi hefur minni áhrif á skipan Stórþingsins norska, en raunin er við kosningar til Alþingis Íslendinga. ÁlyktunEkki verður varið að mismuna kjósendum eftir búsetu. Engu að síður þarf að stuðla að því að raddir allra heyrist á þingi; dreifbýlisfólks sem og þéttbýlisbúa, ungra sem og aldraðra. Kosningafyrirkomulag það, sem stjórnlagaráð leggur til með blandi af kjördæmakjöri og landskjöri, er vel til þessa fallið. Persónukjör þjónar sama tilgangi. Pistilhöfundur telur að valið hljóti að vera einhlítt og mælir því með jáyrði við spurningunni um jafnt vægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki endilega meðvitað pólitískt markmið. Með fyrri stjórnarskrárbreytingum hefur af og til verið tekið á vandanum. Misvæginu hefur þó aldrei verið útrýmt til fulls og jafnan hefur farið aftur í fyrra horf. Stjórnlagaráð leggur til að á þessu verði tekið með skýrum og óyggjandi hætti, enda stendur skorinort í 2. mgr. í 39. gr. í frumvarpi ráðsins: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt." Minna virðist deilt um markmiðið, jöfnun kosningarréttar, en um leiðirnar að því markmiði. Að mati margra er einfaldasta og um leið skynsamasta leiðin sú að hafa landið eitt kjördæmi. Um leið verði þingmenn fulltrúar allra kjósenda hvar sem þeir búa á landinu. Landið sem eitt kjördæmi var skýr krafa þjóðfundarins 2010 að mati stjórnlaganefndar, þótt önnur sjónarmið hafi vissulega komið fram. Niðurstaða stjórnlagaráðs varð sú að leggja til samþættingu kjördæmakosninga og landskjörs. Því er haldið opnu hvort landið sé eitt kjördæmi eða fleiri. En sé því skipt upp skal vera unnt að bjóða fram landslista ásamt kjördæmalistum. Jafnframt skal frambjóðendum vera heimilt að bjóða sig fram samtímis á einum lista af hvoru taginu hjá sama flokki. Þannig geta frambjóðendur og kjósendur sjálfir ráðið því hvort þeir vilja horfa til landsins alls eða til kjördæmissjónarmiða, eða til hvors tveggja. Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst þó ekki um útfærsluna heldur um sjálft grunnmarkmiðið, sama vægi atkvæða alls staðar á landinu. Fjöllum um rökin og gagnrýnina. Rök fyrir JÁ við spurningunniRökin fyrir jöfnu vægi atkvæða virðast svo auðsæ að það ætti vart að þurfa að nefna þau. Hér eru nokkur: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er ekki hægt að tala um hálf mannréttindi, hvorki í kosningarrétti né í öðrum lýðréttindum. Fram kom á þjóðfundinum 2010 skýr krafa um að ójöfnuðinum verði með öllu útrýmt. Ísland er fámennt, kjósendur gætu rúmast í einu kjördæmi víða erlendis. Hvers vegna að draga íbúana í dilka og gera þeim lýðræðislega mishátt undir höfði? Hlúum frekar hvert að öðru hvar á landinu sem er. Misvægi atkvæða leiðir óhjákvæmilega til klúðurslegs kosningakerfis. Til þess að tryggja jöfnuð milli flokka er búið til flókið jöfnunarsætakerfi til þess að vega upp á móti búsetumisvæginu. Með jöfnu atkvæðavægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Rök fyrir NEI við spurningunni Eftirfarandi hefur heyrst til stuðnings neii, þ.e.a.s. því að viðhalda atkvæðamisvæginu: Aðstaða íbúanna er sögð misjöfn m.a. vegna búsetu. Þeir sem eigi í vök að verjast þurfi meira atkvæðavægi og eigi það skilið. En hvað með þá sem fara halloka af öðrum sökum en búsetu, svo sem fatlaðir? Eiga þeir þá ekki kröfu á auknu atkvæðavægi? Og öfugt, ættu hinir ríku að hafa skertan atkvæðisrétt? Sagt er að þeir sem búa suðvestanlands eigi beinni og auðveldari aðgang að stjórnvöldum en hinir. Er það svo? Hve oft kemst íbúi í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins í tæri við þingmenn sína eða aðra valdsmenn? Skiptir landfræðileg fjarlægð sköpum á dögum netsamskipta af öllu tagi? Bent er á að sums staðar erlendis, t.d. í Noregi, sé líka atkvæðavægi mismunandi eftir búsetu. Það er rétt en er líka umdeilt þar. Jafnframt verður á það að líta að misvægið í Noregi hefur minni áhrif á skipan Stórþingsins norska, en raunin er við kosningar til Alþingis Íslendinga. ÁlyktunEkki verður varið að mismuna kjósendum eftir búsetu. Engu að síður þarf að stuðla að því að raddir allra heyrist á þingi; dreifbýlisfólks sem og þéttbýlisbúa, ungra sem og aldraðra. Kosningafyrirkomulag það, sem stjórnlagaráð leggur til með blandi af kjördæmakjöri og landskjöri, er vel til þessa fallið. Persónukjör þjónar sama tilgangi. Pistilhöfundur telur að valið hljóti að vera einhlítt og mælir því með jáyrði við spurningunni um jafnt vægi atkvæða.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar