Vinnum saman Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skrifar 28. september 2012 06:00 Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun