60 ára stjórnmálasamband Hjálmar Sveinsson skrifar 3. október 2012 06:00 Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar