Mörg er matarholan Þórólfur Matthíasson skrifar 5. október 2012 00:30 Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun