Fótbolti

Börsungar geta náð vænni forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi
Lionel Messi Mynd/AFP
Tvö af bestu knattspyrnuliðum heims, Barcelona og Real Madrid, eigast við kl. 17.50 á sunnudag þegar þessi risar mætast í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið verður á Nou Camp, heimavelli Barcelona.

Madrídarliðar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því liðið fór mjög illa af stað á tímabilinu í haust og er þegar átta stigum á eftir Barcelona. Ef þeir síðarnefndu auka bilið í ellefu stig er ljóst að liðsmenn Real Madrid eiga lítinn möguleika á að verja spænska meistaratitilinn, enda Barcelona ekki líklegt til að gefa mikið eftir gegn öðrum liðum.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×