Missir á meðgöngu og barnsmissir Guðbjartur Hannesson skrifar 15. október 2012 06:00 Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með. Á hverju ári verður þó fjöldi fólks fyrir þeirri djúpu sorg að framtíð þessa litla einstaklings verður að engu, þegar barnið fæðist andvana, of snemma til að eiga sér líf, eða deyr eftir fæðingu. Eftir sitja foreldrarnir með brostnar vonir, tóma vöggu og þunga sorg sem engin orð duga til að lýsa. Þó eigum við orð sem lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð yfir það að vera foreldri sem misst hefur barn. Sorgin vegna framtíðarinnar sem ekki varð er þó ekki einungis foreldranna. Hún er líka sorg ömmu og afa, systkina, frænda, frænku og vinanna. Allt þetta fólk upplifir sorgina með ástvinum sínum. Viðbrögð og viðmót gagnvart þeim sem verða fyrir þessari sáru reynslu hefur á undanförnum árum og áratugum breyst mikið til batnaðar. Áður fyrr var reynt að ?hlífa? fólki við sorginni með því að láta sem ekkert hefði gerst og því eru margir sem ekki hafa fengið tækifæri til að vinna úr missi sínum og sorg. Eins eiga margir erfitt með að sýna hluttekningu sína, finna ekki orðin eða vita ekki hvað er viðeigandi í þessum erfiðu aðstæðum. Framtak stuðningshópsins Englanna okkar er mikilvægt, því með opinni umræðu vill hópurinn styðja við aðstandendur þeirra sem missa með því að sýna hluttekningu í sorginni. Orð eru oft óþörf, nærvera, faðmlag eða hlýtt handtak segir svo margt. Um leið og ég þakka samtökunum Englunum okkar þetta þarfa framtak, vil ég á þessum degi hvetja þá sem um sárt eiga að binda eftir missi á meðgöngu eða barnsmissi að sækja athöfnina í Hallgrímskirkju eða nýta daginn með þeim hætti sem hverjum þykir best hæfa tilfinningum sínum við þessar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með. Á hverju ári verður þó fjöldi fólks fyrir þeirri djúpu sorg að framtíð þessa litla einstaklings verður að engu, þegar barnið fæðist andvana, of snemma til að eiga sér líf, eða deyr eftir fæðingu. Eftir sitja foreldrarnir með brostnar vonir, tóma vöggu og þunga sorg sem engin orð duga til að lýsa. Þó eigum við orð sem lýsa börnum án foreldra, mökum án maka en ekkert orð yfir það að vera foreldri sem misst hefur barn. Sorgin vegna framtíðarinnar sem ekki varð er þó ekki einungis foreldranna. Hún er líka sorg ömmu og afa, systkina, frænda, frænku og vinanna. Allt þetta fólk upplifir sorgina með ástvinum sínum. Viðbrögð og viðmót gagnvart þeim sem verða fyrir þessari sáru reynslu hefur á undanförnum árum og áratugum breyst mikið til batnaðar. Áður fyrr var reynt að ?hlífa? fólki við sorginni með því að láta sem ekkert hefði gerst og því eru margir sem ekki hafa fengið tækifæri til að vinna úr missi sínum og sorg. Eins eiga margir erfitt með að sýna hluttekningu sína, finna ekki orðin eða vita ekki hvað er viðeigandi í þessum erfiðu aðstæðum. Framtak stuðningshópsins Englanna okkar er mikilvægt, því með opinni umræðu vill hópurinn styðja við aðstandendur þeirra sem missa með því að sýna hluttekningu í sorginni. Orð eru oft óþörf, nærvera, faðmlag eða hlýtt handtak segir svo margt. Um leið og ég þakka samtökunum Englunum okkar þetta þarfa framtak, vil ég á þessum degi hvetja þá sem um sárt eiga að binda eftir missi á meðgöngu eða barnsmissi að sækja athöfnina í Hallgrímskirkju eða nýta daginn með þeim hætti sem hverjum þykir best hæfa tilfinningum sínum við þessar aðstæður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun