Skiptar skoðanir um stjórnarskrá Salvör Nordal og Ari Teitsson skrifar 16. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar