EKKI kjósa – eða hvað? Þorkell Helgason skrifar 18. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu. Atkvæðagreiðslan snýst um tillögur stjórnlagaráðs um gagngerar endurbætur á stjórnarskrá lýðveldisins, EKKI um neitt annað: n Hún snýst ekki um það hvort ríkisstjórnin sé góð eða slæm. n Hún er hvorki til að þóknast Jóhönnu né til að storka forsetanum, eða öfugt. n Hún er ekki tæki til að mæla fylgi stjórnmálaflokkanna, til þess gefst tækifæri í vor. n Hún snýst ekki um það hvort Evrópusambandið sé friðarbandalag eða ekki. n Hún er ekki tilefni til að ergja sig yfir því sem er á undan gengið, hvort sem er ógilding stjórnlagaþingskosningarinnar eða málsmeðferðin á Alþingi. n Hún snýst ekki um persónur þeirra sem sátu í stjórnlagaráði; þeim hvorki til lofs né lasts. Viðfangsefnið er einungis og alfarið efni tillagna stjórnlagaráðs auk fimm álitamála í því sambandi.Mörgu er ranglega haldið fram um hvað felst í tillögum ráðsins: n Í tillögunum er ekki kveðið á um inngöngu í Evrópusambandið. Þvert á móti eru þar ákvæði sem tryggja að slík ákvörðun verður aðeins tekin af þjóðinni sjálfri í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. n Það er ekki verið að vega að landsbyggðinni með því mannréttindaákvæði að allir hafi jafnan atkvæðisrétt. Þvert á móti eru settir varnaglar í kosningakerfið til að tryggja landsbyggðinni eðlilega tölu fulltrúa á þingi. Um leið er í fyrsta sinn kveðið á um að ákvarðanir skuli eftir föngum teknar í heimabyggð. n Það er ekki verið að gera atlögu að flokkunum með persónukjörstillögum ráðsins. Flokkarnir eiga og munu eftir sem áður vera máttarstólpar lýðræðisins m.a. með því að tilnefna þá frambjóðendur sem kjósendum bjóðast. n Það er ekki verið að rýra þingræðið enda þótt þjóðin sjálf fái aukin tækifæri til að grípa inn í lagasetninguna. Þvert á móti eru ákvæði sem efla Alþingi til mótvægis við framkvæmdarvaldið. n Það er ekki verið að bylta uppbyggingu samfélagsins. Þvert á móti eru stoðir þess styrktar með skýrari skiptingu valdþáttanna. n Það er ekki verið að koma á forsetaræði að franskri eða amerískri mynd. Þvert á móti er vald forsetans og verksvið hans afmarkað með skýrum hætti og honum falið eftirlits- og aðhaldshlutverk, að vera öryggisventill ef í óefni stefnir. En vissulega veldur hver á heldur. n Það er ekki verið að koma á ríkisrekstri í sjávarútvegi, eins og heyrst hefur. Þvert á móti er frelsi til athafna óskert að virtum sanngjörnum reglum. n Það er ekki verið að leggja þjóðkirkjuna niður, hvað þá að víkja frá kristnum grunngildum. Þvert á móti eru sjónarmið miskunnsama Samverjans leiðarljós í bættum ákvæðum um félagsleg mannréttindi. Fyrsta og um leið meginspurningin á atkvæðaseðlinum á laugardaginn er sú hvort leggja skuli tillögur ráðsins til „grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Já við þessari grunnspurningu felur ekki í sér samþykkt á endanlegri gerð nýrrar stjórnarkrár. En jáyrði vísar Alþingi veginn um framhaldið. Þingið verður í kjölfarið að bregðast við niðurstöðunum um álitamálin fimm, við áliti lögfræðingahóps um nauðsynlegar lagfæringar en líka við þeim ábendingum öðrum sem fram hafa komið og til bóta horfa. Jáyrði við meginspurningunni felur ekki í sér kröfu um að Alþingi breyti engu í tillögum stjórnlagaráðs heldur þvert á móti áskorun um að vinna málið áfram á uppbyggjandi hátt, en á „grundvelli“ tillagnanna. Að þessu sögðu mæli ég með eftirfarandi hrinu svara við spurningunum sex:Já – Já – Nei – Já – Já – Já. En umfram allt, tökum þátt í mótun samfélagssáttmálans og skundum á kjörstað 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu. Atkvæðagreiðslan snýst um tillögur stjórnlagaráðs um gagngerar endurbætur á stjórnarskrá lýðveldisins, EKKI um neitt annað: n Hún snýst ekki um það hvort ríkisstjórnin sé góð eða slæm. n Hún er hvorki til að þóknast Jóhönnu né til að storka forsetanum, eða öfugt. n Hún er ekki tæki til að mæla fylgi stjórnmálaflokkanna, til þess gefst tækifæri í vor. n Hún snýst ekki um það hvort Evrópusambandið sé friðarbandalag eða ekki. n Hún er ekki tilefni til að ergja sig yfir því sem er á undan gengið, hvort sem er ógilding stjórnlagaþingskosningarinnar eða málsmeðferðin á Alþingi. n Hún snýst ekki um persónur þeirra sem sátu í stjórnlagaráði; þeim hvorki til lofs né lasts. Viðfangsefnið er einungis og alfarið efni tillagna stjórnlagaráðs auk fimm álitamála í því sambandi.Mörgu er ranglega haldið fram um hvað felst í tillögum ráðsins: n Í tillögunum er ekki kveðið á um inngöngu í Evrópusambandið. Þvert á móti eru þar ákvæði sem tryggja að slík ákvörðun verður aðeins tekin af þjóðinni sjálfri í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. n Það er ekki verið að vega að landsbyggðinni með því mannréttindaákvæði að allir hafi jafnan atkvæðisrétt. Þvert á móti eru settir varnaglar í kosningakerfið til að tryggja landsbyggðinni eðlilega tölu fulltrúa á þingi. Um leið er í fyrsta sinn kveðið á um að ákvarðanir skuli eftir föngum teknar í heimabyggð. n Það er ekki verið að gera atlögu að flokkunum með persónukjörstillögum ráðsins. Flokkarnir eiga og munu eftir sem áður vera máttarstólpar lýðræðisins m.a. með því að tilnefna þá frambjóðendur sem kjósendum bjóðast. n Það er ekki verið að rýra þingræðið enda þótt þjóðin sjálf fái aukin tækifæri til að grípa inn í lagasetninguna. Þvert á móti eru ákvæði sem efla Alþingi til mótvægis við framkvæmdarvaldið. n Það er ekki verið að bylta uppbyggingu samfélagsins. Þvert á móti eru stoðir þess styrktar með skýrari skiptingu valdþáttanna. n Það er ekki verið að koma á forsetaræði að franskri eða amerískri mynd. Þvert á móti er vald forsetans og verksvið hans afmarkað með skýrum hætti og honum falið eftirlits- og aðhaldshlutverk, að vera öryggisventill ef í óefni stefnir. En vissulega veldur hver á heldur. n Það er ekki verið að koma á ríkisrekstri í sjávarútvegi, eins og heyrst hefur. Þvert á móti er frelsi til athafna óskert að virtum sanngjörnum reglum. n Það er ekki verið að leggja þjóðkirkjuna niður, hvað þá að víkja frá kristnum grunngildum. Þvert á móti eru sjónarmið miskunnsama Samverjans leiðarljós í bættum ákvæðum um félagsleg mannréttindi. Fyrsta og um leið meginspurningin á atkvæðaseðlinum á laugardaginn er sú hvort leggja skuli tillögur ráðsins til „grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Já við þessari grunnspurningu felur ekki í sér samþykkt á endanlegri gerð nýrrar stjórnarkrár. En jáyrði vísar Alþingi veginn um framhaldið. Þingið verður í kjölfarið að bregðast við niðurstöðunum um álitamálin fimm, við áliti lögfræðingahóps um nauðsynlegar lagfæringar en líka við þeim ábendingum öðrum sem fram hafa komið og til bóta horfa. Jáyrði við meginspurningunni felur ekki í sér kröfu um að Alþingi breyti engu í tillögum stjórnlagaráðs heldur þvert á móti áskorun um að vinna málið áfram á uppbyggjandi hátt, en á „grundvelli“ tillagnanna. Að þessu sögðu mæli ég með eftirfarandi hrinu svara við spurningunum sex:Já – Já – Nei – Já – Já – Já. En umfram allt, tökum þátt í mótun samfélagssáttmálans og skundum á kjörstað 20. október.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun