Nú verða verkin að tala Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2012 06:00 Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun