

Stuðningsgrein: Af hverju Árna Pál?
Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu.
Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar.
Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna.
Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags.
Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu.
Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor.
Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011.
Skoðun

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar