Patrekur fær líklega langtímasamning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Patreki gengur vel í Austurríki og verður líklega áfram með landsliðið þar í landi.fréttablaðið/vilhelm Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna." Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna."
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira