Fagra Ísland – dagur 2006* Árni Páll Árnason skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Umhverfis- og náttúruvernd krefst langtímahugsunar og oft flókinnar áætlanagerðar og er af þeim sökum lítt fallin til skammtímavinsælda. Það er erfitt að hugsa í kjörtímabilum, þegar umhverfisvernd er annars vegar. Þess vegna var krafan um langtímahugsun og raunhæfar áætlanir, sem byggja á sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda, lögð til grundvallar þegar Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur bar fram umhverfisstefnuna sem nefnd var Fagra Ísland árið 2006. Hún er grunnurinn að samþykktri stefnu Samfylkingarinnar á þremur síðustu landsfundum flokksins. Frá vorinu 2007 hefur Samfylkingin átt aðild að ríkisstjórn Íslands og því haft einstakt tækifæri til þess að hrinda stefnumálum sínum á sviði umhverfismála í framkvæmd. Við erum stolt af árangri þess starfs í 2006 daga. Hugsað stórt Fagra Ísland var og er fjölþætt stefna sem framfylgja þarf þvert á ráðuneyti og birtist með ólíkum hætti á ólíkum stöðum. Þannig stillti Ísland sér upp með framsæknustu þjóðum í loftslagsmálum þegar árið 2007 og hefur frá ríkjaráðstefnunni í Balí í desember 2007 gengið samhliða Evrópusambandinu í loftslagsmálum. Ný löggjöf um loftslagsmál og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um 30% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020 bera því starfi glöggt merki. Fagra Ísland var hugsuð sem forsenda sjálfbærrar auðlindanýtingar og hefur því skýra efnahagslega þýðingu. Umbreyting Landsvirkjunar hófst með nýskipan stjórnar 2007 og nýrri rekstrarforystu 2010. Fyrirtækinu er nú ætlað að vera kjölfesta agaðrar hagstjórnar en kynda aldrei aftur ofþenslu með innspýtingum sem sköðuðu samkeppnisskilyrði annarra atvinnugreina á fyrri tíð. Landsvirkjun verður aldrei aftur ríki í ríkinu sem rutt getur til hliðar vinnulöggjöf eða vísindalegri gagnrýni. Rekstrarform norska olíusjóðsins varð til í kjölfar bankakreppunnar í Noregi á tíunda áratugnum. Nú þurfa Íslendingar að leita í þá smiðju og skapa sams konar sjálfbæra auðlindastefnu með ábyrga Landsvirkjun í fararbroddi til að varðveita og ávaxta þjóðarauðinn til langrar framtíðar. Skipulag og upplýsingaréttur Ný lög um skipulags- og mannvirkjamál voru samþykkt árið 2010 eftir langt undirbúnings- og lagasetningarferli. Þar voru m.a. réttindi almennra borgara við skipulagsgerð styrkt, einnig réttur og öryggi húsbyggjenda og -eigenda, og landsskipulagsstefna loks sett í landslög. Góð skipulagslöggjöf er ekki bara grundvöllur sjálfbærrar þróunar heldur líka forsenda skynsamlegrar nýtingar þeirrar takmörkuðu auðlindar sem er byggingarland í þéttbýli. Skortur á heildstæðri skipulagsstefnu kostaði íslenskt samfélag gríðarlega fjármuni í uppbyggingarkapphlaupi sveitarfélaga fyrir hrun. Innleiðing Árósasamningsins og skipun úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál hefur líka leitt í lög langþráða styrkingu upplýsingaréttar almennings á þessu sviði. Þjóðgarðar og náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður í Evrópu, sem var stofnaður árið 2007 er um margt flaggskip nýrrar hugsunar í náttúruvernd hér á landi. Aðdráttarafl Vatnajökulsþjóðgarðs og verðmæti er óumdeilt og afar mikilvægt að skjóta enn styrkari stoðum undir starf hans og rekstur. Sú fjárfesting skilar sér margfalt í þjóðarbúið. Við erum þeirrar skoðunar að starf þjóðgarða á Íslandi eigi að setja undir einn hatt og samræma starf þeirra til hagsbóta fyrir gesti þeirra og ímynd náttúru Íslands. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt Hvítbók um náttúruvernd og frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem byggt er á efni hennar. Óhætt er að fullyrða að Hvítbókin marki tímamót í umræðu um náttúruvernd hér á landi. Enn er þó nokkuð í land að ný náttúruverndarlöggjöf líti dagsins ljós en brýnt að Samfylkingin liggi ekki á liði sínu á Alþingi og í sveitarstjórnum um land allt í þessu ferli. Og Rammaáætlun Síðast en ekki síst ber að nefna Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú er til umfjöllunar og afgreiðslu á Alþingi. Margt mætti segja um Rammaáætlunarferlið sem nýju lífi var blásið í undir forystu Samfylkingarinnar fyrir rúmum fimm árum. Vinna verkefnisstjórnar var vönduð og nú hefur verið mælt fyrir tillögunni á Alþingi tvisvar en því miður geldur málið fyrir þá togstreitu sem ríkt hefur á þingi. Eins og málum er nú háttað er frekari óvissa, tafir og þrætur um einstaka nýtingarkosti engum til góðs. Engin Rammaáætlun er ekki kostur. Það er skylda Samfylkingarinnar við þessar aðstæður að styðja Rammaáætlunina í núverandi mynd. Þótt auðvelt sé að halda því fram að hvert kjörtímabil í sögu umhverfisverndar skipti ekki máli, þá geta þau stundum gert gæfumuninn. Við brutum í blað með Fagra Íslandi og hófum nýjan kafla í umhverfis- og náttúruvernd á Íslandi. Það er ljóst, nú þegar horft er til baka eftir 2006 daga. *fjöldi daga sem Samfylkingin hefur átt aðild að ríkisstjórn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og náttúruvernd krefst langtímahugsunar og oft flókinnar áætlanagerðar og er af þeim sökum lítt fallin til skammtímavinsælda. Það er erfitt að hugsa í kjörtímabilum, þegar umhverfisvernd er annars vegar. Þess vegna var krafan um langtímahugsun og raunhæfar áætlanir, sem byggja á sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra náttúruauðlinda, lögð til grundvallar þegar Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur bar fram umhverfisstefnuna sem nefnd var Fagra Ísland árið 2006. Hún er grunnurinn að samþykktri stefnu Samfylkingarinnar á þremur síðustu landsfundum flokksins. Frá vorinu 2007 hefur Samfylkingin átt aðild að ríkisstjórn Íslands og því haft einstakt tækifæri til þess að hrinda stefnumálum sínum á sviði umhverfismála í framkvæmd. Við erum stolt af árangri þess starfs í 2006 daga. Hugsað stórt Fagra Ísland var og er fjölþætt stefna sem framfylgja þarf þvert á ráðuneyti og birtist með ólíkum hætti á ólíkum stöðum. Þannig stillti Ísland sér upp með framsæknustu þjóðum í loftslagsmálum þegar árið 2007 og hefur frá ríkjaráðstefnunni í Balí í desember 2007 gengið samhliða Evrópusambandinu í loftslagsmálum. Ný löggjöf um loftslagsmál og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um 30% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020 bera því starfi glöggt merki. Fagra Ísland var hugsuð sem forsenda sjálfbærrar auðlindanýtingar og hefur því skýra efnahagslega þýðingu. Umbreyting Landsvirkjunar hófst með nýskipan stjórnar 2007 og nýrri rekstrarforystu 2010. Fyrirtækinu er nú ætlað að vera kjölfesta agaðrar hagstjórnar en kynda aldrei aftur ofþenslu með innspýtingum sem sköðuðu samkeppnisskilyrði annarra atvinnugreina á fyrri tíð. Landsvirkjun verður aldrei aftur ríki í ríkinu sem rutt getur til hliðar vinnulöggjöf eða vísindalegri gagnrýni. Rekstrarform norska olíusjóðsins varð til í kjölfar bankakreppunnar í Noregi á tíunda áratugnum. Nú þurfa Íslendingar að leita í þá smiðju og skapa sams konar sjálfbæra auðlindastefnu með ábyrga Landsvirkjun í fararbroddi til að varðveita og ávaxta þjóðarauðinn til langrar framtíðar. Skipulag og upplýsingaréttur Ný lög um skipulags- og mannvirkjamál voru samþykkt árið 2010 eftir langt undirbúnings- og lagasetningarferli. Þar voru m.a. réttindi almennra borgara við skipulagsgerð styrkt, einnig réttur og öryggi húsbyggjenda og -eigenda, og landsskipulagsstefna loks sett í landslög. Góð skipulagslöggjöf er ekki bara grundvöllur sjálfbærrar þróunar heldur líka forsenda skynsamlegrar nýtingar þeirrar takmörkuðu auðlindar sem er byggingarland í þéttbýli. Skortur á heildstæðri skipulagsstefnu kostaði íslenskt samfélag gríðarlega fjármuni í uppbyggingarkapphlaupi sveitarfélaga fyrir hrun. Innleiðing Árósasamningsins og skipun úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál hefur líka leitt í lög langþráða styrkingu upplýsingaréttar almennings á þessu sviði. Þjóðgarðar og náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður í Evrópu, sem var stofnaður árið 2007 er um margt flaggskip nýrrar hugsunar í náttúruvernd hér á landi. Aðdráttarafl Vatnajökulsþjóðgarðs og verðmæti er óumdeilt og afar mikilvægt að skjóta enn styrkari stoðum undir starf hans og rekstur. Sú fjárfesting skilar sér margfalt í þjóðarbúið. Við erum þeirrar skoðunar að starf þjóðgarða á Íslandi eigi að setja undir einn hatt og samræma starf þeirra til hagsbóta fyrir gesti þeirra og ímynd náttúru Íslands. Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt Hvítbók um náttúruvernd og frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem byggt er á efni hennar. Óhætt er að fullyrða að Hvítbókin marki tímamót í umræðu um náttúruvernd hér á landi. Enn er þó nokkuð í land að ný náttúruverndarlöggjöf líti dagsins ljós en brýnt að Samfylkingin liggi ekki á liði sínu á Alþingi og í sveitarstjórnum um land allt í þessu ferli. Og Rammaáætlun Síðast en ekki síst ber að nefna Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú er til umfjöllunar og afgreiðslu á Alþingi. Margt mætti segja um Rammaáætlunarferlið sem nýju lífi var blásið í undir forystu Samfylkingarinnar fyrir rúmum fimm árum. Vinna verkefnisstjórnar var vönduð og nú hefur verið mælt fyrir tillögunni á Alþingi tvisvar en því miður geldur málið fyrir þá togstreitu sem ríkt hefur á þingi. Eins og málum er nú háttað er frekari óvissa, tafir og þrætur um einstaka nýtingarkosti engum til góðs. Engin Rammaáætlun er ekki kostur. Það er skylda Samfylkingarinnar við þessar aðstæður að styðja Rammaáætlunina í núverandi mynd. Þótt auðvelt sé að halda því fram að hvert kjörtímabil í sögu umhverfisverndar skipti ekki máli, þá geta þau stundum gert gæfumuninn. Við brutum í blað með Fagra Íslandi og hófum nýjan kafla í umhverfis- og náttúruvernd á Íslandi. Það er ljóst, nú þegar horft er til baka eftir 2006 daga. *fjöldi daga sem Samfylkingin hefur átt aðild að ríkisstjórn Íslands.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun