Héraðsdómur segir bankamenn bjána Ólafur Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna". Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfundur þessarar greinar er í þeim hópi.Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhugamaður um brot á 248. grein hegningarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari lagagrein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Iceland Express langt undir raunvirði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sérstakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rannsókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér andlitið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lygasögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 milljónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuldirnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskattsskuld upp á 110 milljónir og fasteignagjöld, sölulaun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetraverðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðisaukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverjarnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um.Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg viðskipti, enda kom undirritað tilboð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótarfjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fasteignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þrautreyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna." Dómarinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kínverska sendiráðsins.Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stórundarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir bankamanna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttarkerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt er að sjá bankamenn niðurlægða með jafn afgerandi hætti og í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar lýsir dómarinn starfsmönnum Arion, Glitnis og Landsbankans sem fábjánum – en að vísu samkvæmt þeirra eigin ósk. Þessa niðurstöðu má lesa út úr dómi yfir Aroni Karlssyni, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna". Dómurinn ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um vont réttarfar á Íslandi, en höfundur þessarar greinar er í þeim hópi.Rannsókn í skötulíki Ég tók mig til og las dóminn yfir Aroni. Ég er sérstakur áhugamaður um brot á 248. grein hegningarlaga, þeirri sem Aron var ákærður og dæmdur fyrir. Ég og félagar mínir reyndum á sínum tíma að fá saksóknara til að ákæra Pálma Haraldsson og fleiri fyrir að hafa brotið gegn þessari lagagrein þegar hann blekkti okkur til að selja síðustu hlutabréfin í Iceland Express langt undir raunvirði. Öfugt við bankana höfðum við þó ekki erindi sem erfiði. Sérstakur saksóknari taldi sannanir ekki nægar, þó svo að við veifuðum þeim framan í hann. Sú litla rannsókn sem fram fór var í algjöru skötulíki. Það næstum datt af mér andlitið við að lesa gögnin í máli Arons Karlssonar. Þar kom í ljós að bankarnir höfðu spunnið lygasögu um að Aron hefði blekkt þá um verðmæti húss við Skúlagötu og hagnast ólöglega um 300 milljónir króna. Þessi frásögn dugði til að æsa sérstakan saksóknara til að hefja rannsókn og ákæra Aron. Málið var þannig vaxið að Aron skuldaði bönkunum vegna kaupa og breytinga á Skúlagötu 51. Hann vann að því að selja húsið, til að geta greitt veðskuldirnar. Kaupandi fannst og samið var við hann um að borga 575 milljónir króna, taka á sig virðisaukaskattsskuld upp á 110 milljónir og fasteignagjöld, sölulaun og kostnað upp á 80 milljónir. Samtals um 760 milljónir króna. Fermetraverðið í þessari sölu var 165 þúsund krónur. Um leið gátu bankarnir losað um 107 milljón króna tryggingu sem sett hafði verið fyrir greiðslu virðisaukaskatts. Heildarávinningur af þessum viðskiptum var því um 867 milljónir króna. Um svipað leyti hafði kínverska sendiráðið sýnt húsinu áhuga, en þurfti heimild íslenskra yfirvalda til að fá að kaupa. Það leyfi fékkst skömmu eftir að gengið var frá fyrri kaupsamningnum. Kínverjarnir gerðu þá tilboð sem var hærra en fyrra tilboðið. Aron rifti fyrri samningnum og seldi kínverska sendiráðinu húsið á 96 milljónum króna hærra verði. Bankarnir fengu síðan þær greiðslur sem samið hafði verið um.Vildu allan peninginn Með þessu töldu bankarnir hins vegar að sér vegið í samningum. Þeir vildu allan peninginn, ekki bara það sem samið var um. Aron taldi þetta aftur á móti eðlileg viðskipti, enda kom undirritað tilboð frá Kínverjunum eftir að búið var að ganga frá samningum um bankauppgjörið. En hvernig áttu bankarnir að fara að því að ná þessum viðbótarfjármunum af Aroni? Almenna reglan er jú að samningar skuli standa. Í þessum viðskiptum töldust bankarnir hafa yfirburða þekkingu. En bankamennirnir fóru til sérstaks saksóknara og sögðust hafa verið plataðir. Aron hefði hagnast ólöglega um 300 milljónir króna með því að blekkja þá um verðmæti fasteignarinnar. Sérstakur saksóknari beit á agnið. Hann trúði því að her þrautreyndra bankamanna, sem véla um fasteignir fyrir hundruð milljarða króna, hefði verið gabbaður í fasteignaviðskiptum. Eins og þeir væru bjánar. Refsiglaður dómarinn féllst á þessa ályktun saksóknara um að bankamennirnir væru bjánar og dæmdi Aron fyrir að „vekja og hagnýta sér rangar hugmyndir hjá starfsmönnum bankanna." Dómarinn gerði 96 milljóna króna hlut Arons upptækan, dæmdi hann í tveggja ára fangelsi og til að greiða bönkunum 160 milljónir króna í órökstuddar skaðabætur. Samtals eiga bankarnir að fá 1.160 milljónir króna með vöxtum frá 2009, eða um 300 milljónum meira en fékkst fyrir húsið við sölu þess til kínverska sendiráðsins.Yfirburðastaða í réttarkerfinu Þessi dómur er vægast sagt stórundarlegur. Aron seldi kínverska sendiráðinu húsið á 860 milljónir króna, en bankarnir losuðu um 867 milljónir króna með sölu þess. Í hverju voru ranghugmyndir bankamanna eiginlega fólgnar? Hverju töpuðu þeir? Hver var glæpurinn? Þetta mál sýnir að bankarnir njóta yfirburðastöðu í réttarkerfinu gagnvart borgurum þessa lands. Sérstakur saksóknari endasendist í þágu þeirra á eftir skálduðum ásökunum, en sýnir yfirþyrmandi áhugaleysi þegar maðurinn af götunni á í hlut.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun