Spámaður snýr aftur! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 7. desember 2012 06:00 Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun