Útgerðarmenn innheimta 92% veiðigjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 15:00 Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil orrusta stendur yfir um skiptingu arðsins sem fiskimiðin gefa af sér. Sjávarútvegurinn gefur af sér 35-45 milljarða króna árlega svo það er eftir miklu að slægjast. Um 75% af þessari fjárhæð fara til 18 stærstu fyrirtækjanna. Eigendur þeirra eru kannski innan við 200. LÍÚ telur að veiðigjaldið sem Alþingi samþykkti sé fyrirtækjunum ofviða. Kvótinn gengur kaupum og sölum, einkum í gegnum söluskrifstofu LÍÚ, og veiðigjaldið þar er um 92% af framlegðinni og 77% hærra en veiðigjald ríkisstjórnarinnar mun að lokum verða. Síðan framsalið var leyft hefur sjávarútvegurinn í heild skilað 20-30% af tekjum upp í afskriftir og fjármagn. Síðan 2008 hefur framlegðin verið um 30%. Hvert kg af þorski sem dregið er upp úr sjó skilar að lokum 350-400 kr. í tekjur. Ýsan gefur heldur meira af sér, eða um 400 kr. Ef gert er ráð fyrir 400 kr. tekjum og 30% framlegð eru 120 kr. eftir af hverju kílói af þorski til þess að standa undir afskriftum, fjármagnskostnaði og arði. Veiðigjaldið núna er 33 kr. sem er aðeins fjórðungurinn af 120 kr. framlegðinni, 87 kr. halda útgerðarmenn eftir. Gjaldið verður eftir 4 ár 52% af framlegðinni eða 62 kr. Þá verða eftir 58 kr. til útvegsmanna eða nærri 15% af tekjunum. Útgerðin hefur sjálf myndað sitt eigið veiðigjald með viðskiptum með aflahlutdeild. Verðið á þorskkvóta var í byrjun október um 2.200 kr./kg. Sé miðað við að afnotarétturinn sé til 20 ára eins og útgerðarmenn krefjast er veiðigjaldið 110 kr./kg á hverju ári. Það er 92% af 120 kr. framlegðinni. LÍÚ heldur því fram fullum fetum að þetta veiðigjald sé orðið til á frjálsum markaði og endurspegli getu sjávarútvegsins til þess að greiða fyrir afnotaréttinn sérstaklega til viðbótar við hefðbundinn kostnað við rekstur. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur þetta rétt mat í skýrslu frá maí 2010. Viðskiptabankarnir eru á sama máli og lána greiðlega fyrir kvótakaupum á þessu verði. Veiðigjaldið hefur ekki áhrif á rekstrarafkomu atvinnugreinarinnar heldur breytir skiptingu auðlindaarðsins. Verð á veiðiheimildum milli útvegsmanna mun lækka sem nemur auknum hlut ríkisins. Við það er ekkert að athuga.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun