Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna tilkynntar.
Kvikmyndin Lincoln hlýtur flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, en tilkynnt var um tilnefningarnar í gær. Það er sjálfur Steven Spielberg sem leikstýrir myndinni, en hún er tilnefnd meðal annars í flokki bestu myndar, besta leikstjóra og besta aðalleikara, en það er Daniel Day-Lewis sem fer með hlutverk Bandaríkjaforsetans sáluga.
Á eftir Lincoln í fjölda tilnefninga koma kvikmyndirnar Django Unchained og Zero Dark Thirty, en þær hljóta fimm tilnefningar hvor
.
Golden Globe-verðlaunin þykja gefa góða mynd af því hvaða myndir verða atkvæðamiklar á komandi Óskarsverðlaunahátíð.
Forsetinn með flestar
