Barist um sjálfboðaliðastörfin hjá ÍR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 00:01 Það er vel mætt í Austurbergið. Mynd/Aðalsteinn Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins. Töluverð umræða hefur verið um dræma aðsókn á leiki í efstu deild karla í handbolta undanfarin misseri. Leikmenn meistaraflokks ÍR þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af dræmum stuðningi því um 500 manns að meðaltali sækja heimaleiki liðsins og láta vel heyra í sér. ÍR er nýliði í deildinni en það er svo sannarlega ekki að merkja á stemningunni á pöllunum.„Það eru margir sem koma að þessu og þetta gerist ekkert öðruvísi," segir Aðalsteinn Jóhannsson í heimaleikjaráði meistaraflokks ÍR spurður um hvernig svo vel hafi til tekist í Breiðholtinu. Ballið hafi byrjað í 1. deild á síðasta ári þegar hamborgarasala á heimaleikjum var sett í gang. „Við grilluðum 200 hamborgara ofan í liðið á klukkutíma," segir Aðalsteinn um leikdaginn þegar hamborgararnir voru kynntir til sögunnar. Þá hafi þeir gefið borgarana en í kjölfarið hafi þeir kostað 500 krónur ásamt gosi til þess að standa undir sér. „Þá fékk fólk hamborgara og gos á 500 krónur auk þess að fá frítt inn á völlinn. Þannig kom stór hópur inn í þetta," segir Aðalsteinn.Skrá sig í störf á netinu Eftir að karlaliðið tryggði sér sæti í efstu deild var ákveðið að nokkrir úr barna- og unglingaráði félagsins myndu stofna heimaleikjaráð ásamt nokkrum úr stjórn handknattleiksdeildarinnar. „Það var gert til þess að brjóta niður vegginn á milli barna- og unglingaráðs og stjórnarinnar. Við vildum mynda eitt lið, eina heild," segir Aðalsteinn en vel hefur gengið að fá sjálfboðaliða til þess að starfa á heimaleikjum karlaliðsins. Í sjálfboðaliðahópinn hafi því bæst foreldrar barna- og unglinga úr félaginu sem staðið hafa árlega fyrir fjölmennum yngri flokka mótum. ÍR-ingar nýta Facebook vel til þess að auglýsa viðburði sína og halda utan um sjálfboðaliðastarfið. Fyrir hvern heimaleik manna þeir 31 stöðugildi á leikjum karlaliðsins og þar komist færri að en vilja. Fólk skráir sig sjálft í störfin og verður að afboða sig geti það ekki staðið vaktina á næsta heimaleik. Þá komast aðrir að.Krakkarnir virkir Iðkendur úr yngri flokkum félagsins eru afar virkir á heimaleikjunum. „Til dæmis á moppunni látum við yngri flokkana skiptast á. Það er stemning að fá að taka þátt í þessu. Krakkarnir fá nafnspjald með sínu hlutverki þannig að það eru allir merktir. Þannig verður líka stemning í flokkunum hverjir fái að vera á moppunni," segir Aðalsteinn og virðist hart barist um að þurrka svita karlanna af fjölum Austurbergs. Þá leiða iðkendur einnig leikmenn liðanna inn á völlinn í aðdraganda leiksins. „Þar skiptast flokkarnir á. Síðast var 7. flokkur kvenna og þar á undan 5. flokkur kvenna. Foreldrar krakkanna sem eru að leiða inn á fá boðsmiða á völlinn. Síðan finnst foreldrunum rosalega gaman og þeir mæta aftur á næsta leik," segir Aðalsteinn sem er sjálfur aðfluttur úr Hlíðunum þar sem krakkarnir hans æfðu með Val. Honum hafði aldrei dottið í hug að mæta á leik fyrr en dóttir hans átti að leiða leikmenn inn á völlinn. Þá var ekki aftur snúið. „Það er betra að taka þátt í starfinu og láta breytingar gerast frekar en að standa fyrir utan og tuða um hvað þurfi að gera. Það virkar oft betur."Samfélag ÍR-inga á Facebook Aðalsteinn segir að fyrsta vandamálið sem blasti við honum hafi verið að yngri flokkar ÍR æfðu í fimm íþróttahúsum í Breiðholti. Starfið hafi verið sundurslitið en með Facebook-síðu félagsins hafi tekist að búa til samfélag sem tengi krakkana og foreldrana. „Við virkjum foreldrana í að taka myndir á mótunum. Það eykur umferðina og eykur við umfjöllunina. Krakkarnir merkja sig inn á myndirnar og þannig dreifist þetta. Á svona mótum eru teknar 1.500-2.000 myndir," segir Aðalsteinn sem sjálfur er duglegur að mynda á leikjum meistaraflokks. „Þá tökum við 200-600 myndir. Við erum með tvær myndavélar á ólíkum stöðum sem eru stilltar á sama tíma. Myndirnar eru svo teknar saman í eina möppu í tímaröð og þannig getum við stundum séð mismunandi sjónarhorn af brotum," segir Aðalsteinn en umferð á síðuna er mikil. „Þegar meistaraflokkur var deildarmeistari í 1. deild í vor fengum við 12 þúsund heimsóknir á Facebook-síðuna. Helgina á eftir fór 7. flokkur karla og kvenna að keppa á Selfossi og þá fengum við 17 þúsund heimsóknir."Aðsókn á heimaleiki ÍR: 29.09.2012 ÍR - Haukar 550 11.10.2012 ÍR - FH 500 08.11.2012 ÍR - HK 550 15.11.2012 ÍR - Afturelding 600 28.11.2012 ÍR - Akureyri 380 13.12.2012 ÍR - Fram 458 Aldrei upplifað svona stemmninguJón Heiðar ásamt efnilegum stelpum úr yngri flokkum ÍR.Mynd/AðalsteinnLínumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson var einn þeirra uppöldu ÍR-inga sem sneru aftur í raðir félagsins fyrir yfirstandandi leiktíð. „Þegar ég var í samningaviðræðum við ÍR þá töluðu þeir á þessum nótum. Menn eiga oft til að færa í stílinn en það reyndist ekki vera. Þetta kom skemmtilega á óvart," segir Jón Heiðar um stemmninguna í kringum meistaraflokk félagsins. „Ég hef spilað fyrir nokkur félög á Íslandi en aldrei áður séð aðra eins umgjörð og stemmningu. Þetta er í sérflokki," segir Jón Heiðar sem dáist greinilega að því starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum hjá félaginu. „Ég hef aldrei séð annað eins skipurit og skipulag. Ábyrgðin dreifist á svo marga en lendir ekki á einum og tveimur eins og gerist oft í íþróttafélögum. Stöðugildin 31 fyrir hvern heimaleik1. Ábyrgðarmaður leikja 2. Umsjón með fjölmiðlum 3. Veitingar fyrir fjölmiðla 4. Ritari/leikskýrsla/Borð/Merkja klefa 5. Tímavörður 6. Moppa hægra megin 7. Moppa vinstra megin 8. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 9. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 10. Kynnir 11. Plötusnúður 12. Öryggisgæsla allra svæða og dómara 13. Öryggisgæsla á Hurð 1 14. Öryggisgæsla á Hurð 2 15. Öryggisgæsla aðkoma liða/sjónvarp 16. Öryggisgæsla hjá stuðningsmönnum ÍR 17. Öryggisgæsla hjá gestaliði 18. Öryggisgæsla í stúku á stærri leikjum 19. Öryggisgæsla á bikar-/úrslitaleikjum 20. Umsjón með inngöngu yngri flokka 21. Afgreiðsla peninga í Lúgu 1 22. Afgreiðsla korta í Lúgu 2 23. Dyravörður 24. Dyravörður 25. Afgreiðsla í sjoppu 26. Afgreiðsla í sjoppu 27. Öryggisgæsla fjölmiðla 28. Öryggisgæsla áhorfenda á svölum 29. Afgreiðsla aðgöngukorta HSÍ og gestalista 30. Umsjón með kaffi fyrir Bláu Höndina 31. Prófun netkerfis fyrir leikdag Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins. Töluverð umræða hefur verið um dræma aðsókn á leiki í efstu deild karla í handbolta undanfarin misseri. Leikmenn meistaraflokks ÍR þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af dræmum stuðningi því um 500 manns að meðaltali sækja heimaleiki liðsins og láta vel heyra í sér. ÍR er nýliði í deildinni en það er svo sannarlega ekki að merkja á stemningunni á pöllunum.„Það eru margir sem koma að þessu og þetta gerist ekkert öðruvísi," segir Aðalsteinn Jóhannsson í heimaleikjaráði meistaraflokks ÍR spurður um hvernig svo vel hafi til tekist í Breiðholtinu. Ballið hafi byrjað í 1. deild á síðasta ári þegar hamborgarasala á heimaleikjum var sett í gang. „Við grilluðum 200 hamborgara ofan í liðið á klukkutíma," segir Aðalsteinn um leikdaginn þegar hamborgararnir voru kynntir til sögunnar. Þá hafi þeir gefið borgarana en í kjölfarið hafi þeir kostað 500 krónur ásamt gosi til þess að standa undir sér. „Þá fékk fólk hamborgara og gos á 500 krónur auk þess að fá frítt inn á völlinn. Þannig kom stór hópur inn í þetta," segir Aðalsteinn.Skrá sig í störf á netinu Eftir að karlaliðið tryggði sér sæti í efstu deild var ákveðið að nokkrir úr barna- og unglingaráði félagsins myndu stofna heimaleikjaráð ásamt nokkrum úr stjórn handknattleiksdeildarinnar. „Það var gert til þess að brjóta niður vegginn á milli barna- og unglingaráðs og stjórnarinnar. Við vildum mynda eitt lið, eina heild," segir Aðalsteinn en vel hefur gengið að fá sjálfboðaliða til þess að starfa á heimaleikjum karlaliðsins. Í sjálfboðaliðahópinn hafi því bæst foreldrar barna- og unglinga úr félaginu sem staðið hafa árlega fyrir fjölmennum yngri flokka mótum. ÍR-ingar nýta Facebook vel til þess að auglýsa viðburði sína og halda utan um sjálfboðaliðastarfið. Fyrir hvern heimaleik manna þeir 31 stöðugildi á leikjum karlaliðsins og þar komist færri að en vilja. Fólk skráir sig sjálft í störfin og verður að afboða sig geti það ekki staðið vaktina á næsta heimaleik. Þá komast aðrir að.Krakkarnir virkir Iðkendur úr yngri flokkum félagsins eru afar virkir á heimaleikjunum. „Til dæmis á moppunni látum við yngri flokkana skiptast á. Það er stemning að fá að taka þátt í þessu. Krakkarnir fá nafnspjald með sínu hlutverki þannig að það eru allir merktir. Þannig verður líka stemning í flokkunum hverjir fái að vera á moppunni," segir Aðalsteinn og virðist hart barist um að þurrka svita karlanna af fjölum Austurbergs. Þá leiða iðkendur einnig leikmenn liðanna inn á völlinn í aðdraganda leiksins. „Þar skiptast flokkarnir á. Síðast var 7. flokkur kvenna og þar á undan 5. flokkur kvenna. Foreldrar krakkanna sem eru að leiða inn á fá boðsmiða á völlinn. Síðan finnst foreldrunum rosalega gaman og þeir mæta aftur á næsta leik," segir Aðalsteinn sem er sjálfur aðfluttur úr Hlíðunum þar sem krakkarnir hans æfðu með Val. Honum hafði aldrei dottið í hug að mæta á leik fyrr en dóttir hans átti að leiða leikmenn inn á völlinn. Þá var ekki aftur snúið. „Það er betra að taka þátt í starfinu og láta breytingar gerast frekar en að standa fyrir utan og tuða um hvað þurfi að gera. Það virkar oft betur."Samfélag ÍR-inga á Facebook Aðalsteinn segir að fyrsta vandamálið sem blasti við honum hafi verið að yngri flokkar ÍR æfðu í fimm íþróttahúsum í Breiðholti. Starfið hafi verið sundurslitið en með Facebook-síðu félagsins hafi tekist að búa til samfélag sem tengi krakkana og foreldrana. „Við virkjum foreldrana í að taka myndir á mótunum. Það eykur umferðina og eykur við umfjöllunina. Krakkarnir merkja sig inn á myndirnar og þannig dreifist þetta. Á svona mótum eru teknar 1.500-2.000 myndir," segir Aðalsteinn sem sjálfur er duglegur að mynda á leikjum meistaraflokks. „Þá tökum við 200-600 myndir. Við erum með tvær myndavélar á ólíkum stöðum sem eru stilltar á sama tíma. Myndirnar eru svo teknar saman í eina möppu í tímaröð og þannig getum við stundum séð mismunandi sjónarhorn af brotum," segir Aðalsteinn en umferð á síðuna er mikil. „Þegar meistaraflokkur var deildarmeistari í 1. deild í vor fengum við 12 þúsund heimsóknir á Facebook-síðuna. Helgina á eftir fór 7. flokkur karla og kvenna að keppa á Selfossi og þá fengum við 17 þúsund heimsóknir."Aðsókn á heimaleiki ÍR: 29.09.2012 ÍR - Haukar 550 11.10.2012 ÍR - FH 500 08.11.2012 ÍR - HK 550 15.11.2012 ÍR - Afturelding 600 28.11.2012 ÍR - Akureyri 380 13.12.2012 ÍR - Fram 458 Aldrei upplifað svona stemmninguJón Heiðar ásamt efnilegum stelpum úr yngri flokkum ÍR.Mynd/AðalsteinnLínumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson var einn þeirra uppöldu ÍR-inga sem sneru aftur í raðir félagsins fyrir yfirstandandi leiktíð. „Þegar ég var í samningaviðræðum við ÍR þá töluðu þeir á þessum nótum. Menn eiga oft til að færa í stílinn en það reyndist ekki vera. Þetta kom skemmtilega á óvart," segir Jón Heiðar um stemmninguna í kringum meistaraflokk félagsins. „Ég hef spilað fyrir nokkur félög á Íslandi en aldrei áður séð aðra eins umgjörð og stemmningu. Þetta er í sérflokki," segir Jón Heiðar sem dáist greinilega að því starfi sem unnið er af sjálfboðaliðum hjá félaginu. „Ég hef aldrei séð annað eins skipurit og skipulag. Ábyrgðin dreifist á svo marga en lendir ekki á einum og tveimur eins og gerist oft í íþróttafélögum. Stöðugildin 31 fyrir hvern heimaleik1. Ábyrgðarmaður leikja 2. Umsjón með fjölmiðlum 3. Veitingar fyrir fjölmiðla 4. Ritari/leikskýrsla/Borð/Merkja klefa 5. Tímavörður 6. Moppa hægra megin 7. Moppa vinstra megin 8. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 9. Moppa á bikar-/úrslitaleikjum 10. Kynnir 11. Plötusnúður 12. Öryggisgæsla allra svæða og dómara 13. Öryggisgæsla á Hurð 1 14. Öryggisgæsla á Hurð 2 15. Öryggisgæsla aðkoma liða/sjónvarp 16. Öryggisgæsla hjá stuðningsmönnum ÍR 17. Öryggisgæsla hjá gestaliði 18. Öryggisgæsla í stúku á stærri leikjum 19. Öryggisgæsla á bikar-/úrslitaleikjum 20. Umsjón með inngöngu yngri flokka 21. Afgreiðsla peninga í Lúgu 1 22. Afgreiðsla korta í Lúgu 2 23. Dyravörður 24. Dyravörður 25. Afgreiðsla í sjoppu 26. Afgreiðsla í sjoppu 27. Öryggisgæsla fjölmiðla 28. Öryggisgæsla áhorfenda á svölum 29. Afgreiðsla aðgöngukorta HSÍ og gestalista 30. Umsjón með kaffi fyrir Bláu Höndina 31. Prófun netkerfis fyrir leikdag
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira