Rússar svara með ættleiðingarbanni gudsteinn@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 01:00 Rússneska þingið Margir Rússar eru ósáttir við ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira