Rússar svara með ættleiðingarbanni gudsteinn@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 01:00 Rússneska þingið Margir Rússar eru ósáttir við ættleiðingar rússneskra barna til Bandaríkjanna. nordicphotos/AFP Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta lagafrumvarp sem felur í sér bann við því að Bandaríkjamenn ættleiði börn frá Rússlandi. Þetta var aðeins önnur umræða um frumvarpið af þremur og alls óvíst hvort meirihluti fæst í þriðju umferð. Efri deild þingsins á eftir að fjalla um það áður en það verður sent til Vladimírs Pútíns forseta til undirritunar. Samtals greiddu hins vegar 388 þingmenn af alls 450 atkvæði með frumvarpinu í annarri umferð, sem sýnir að ríkur vilji er fyrir því á þingi að þetta bann verði að veruleika. Með þessu eru rússnesku þingmennirnir að svara bandarískum lögum sem Barack Obama Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku. Þar ákvað Bandaríkjaþing að rússneskir embættismenn sem framið hafa mannréttindabrot verði beittir refsiaðgerðum. Undir niðri hefur auk þess lengi verið kraumandi reiði í Rússlandi gagnvart ættleiðingum rússneskra barna til Bandaríkjanna. Þessi reiði hefur magnast upp eftir að fréttir bárust af því að ættleidd börn frá Rússlandi hefðu sætt illri meðferð af hálfu bandarísku foreldranna og jafnvel látið lífið. Auk þess þykir mörgum Rússum að í ættleiðingum til Bandaríkjanna felist hugmyndir um að Rússar geti ekki sinnt eigin börnum nógu vel. Pútín forseti segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann staðfesti lögin, en segir áhyggjur þingmanna réttlætanlegar. Hann segir að þótt flestir Bandaríkjamenn sem ættleiða rússnesk börn séu gott og heiðarlegt fólk þá sé börnunum ekki tryggð nægileg vernd gegn illri meðferð. Rússneska frumvarpið er nefnt eftir Dima Jakovljev, rússneskum dreng sem ættleiddur var til Bandaríkjanna en lét þar lífið eftir að stjúpfaðir hans skildi hann eftir einan í bifreið í nokkrar klukkustundir í steikjandi hita. Faðirinn var reyndar sýknaður síðar af ákærum um manndráp af gáleysi. Tilefni bandarísku laganna er hins vegar mál rússneska lögfræðingsins Sergei Magnitskí, sem var handtekinn í Rússlandi og sakaður um stórfelld skattsvik. Honum var ítrekað neitað um læknishjálp og lést í rússnesku fangelsi árið 2009. Mannréttindasamtök saka rússnesk stjórnvöld um að hafa ekki sótt til sakar þá sem báru ábyrgð á örlögum hans.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira