Reykjavík er hlaupaborg Hjálmar Sveinsson skrifar 28. desember 2012 08:00 Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að ströndinni austur með Sæbraut og niður í iðnaðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggjendum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeginu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þúsund hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaumferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitthvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnishlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegnum hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirruðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frábær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kallast „Borg fyrir fólk". Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgarskipulaginu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun