Bankarnir björguðu of mörgum fyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2013 22:42 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni. Klinkið Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni.
Klinkið Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Sjá meira