Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 33-28 | Jenný með stórleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2013 13:39 Mynd/Daníel Valur lagði Fram að velli 33-28 í uppgjöri toppliðanna í N1-deild kvenna í dag. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður heimakvenna sem tóku völdin í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en jafn. Valskonur skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá hrukku gestirnir í gang. Bláklæddar Safamýrastúlkur komust mest þremur mörkum yfir áður en Valskonur vöknuðu til lífsins og leiddu í hálfleik 14-13. Þær rauðklæddu tóku völdin í síðari hálfleik. Valskonur náðu fljótlega sex marka forskoti og þótt Framkonur reyndu að minnka þann mun komust þær aldrei nær Valskonum en sem nam þremur mörkum. Úr varð fimm marka sigur Valskvenna 35-28. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður vallarins í dag. Jenný varði 24 skot og mörg úr opnum færum. Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk líkt og Hrafnhildur Skúladóttir. Athygli vakti að Þorgerður Anna skoraði þrjú marka sinna með vinstri. Ekki amalegt að geta skotið með báðum höndum og nýttist sá eiginleiki Þorgerði vel í dag. Sóknarleikur Valskvenna var á köflum agalaus, sérstaklega í fyrri hálfleik. Línusendingar voru oft ómarkvissar og voru leikmenn liðsins kærulausir á köflum. Hjá Fram var Stella Sigurðardóttir í aðahlutverki eins og svo oft áður með tíu mörk. Nýting Stellu var þó ekki sérstök enda tók hún 22 skot í leiknum. Liðsfélagar hennar leituðu þó ítrekað til hennar sem varð til þess að sum skotin voru tekin úr erfiðri stöðu. Önnur varði Jenný sem fór á kostum í markinu. Birna Berg Haraldsdóttir hefði að ósekju mátt skjóta meira fyrir utan. Birna Berg er afar skotföst og Fram gæti gert betur í sóknarleik sínum að stilla upp fyrir hana og dreifa þar með ábyrgðinni betur í sókninni. Drífa Skúladóttir var í leikmannahópi Vals í dag og því fjórar Skúladætur á skýrslu heimakvenna. Valur er eftir sigurinn eitt í toppsæti deildarinnar að loknum ellefu umferðum. Liðið hefur 22 stig en Fram hefur 20 stig. Liðin eiga eftir að mætast í Safarmýri síðar á tímabilinu. Jenný: Þorgerður hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér„Tapið í deildarbikarnum var ansi súrt og við vorum staðráðnar að láta það ekki endurtaka sig. Við ætluðum ekki að missa af þessum tveimur stigum," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals. „Þessi leikur átti að fara fram í október og er loksins spilaður núna. Við erum búnar að bíða lengi eftir honum," sagði Jenný sem var besti maður vallarins. Landsliðsmarkvörðurinn varði 25 skot, mörg hver úr dauðafærum. Athygli vakti að liðsfélagi Jennýjar, Þorgerður Anna Atladóttir, skoraði þrjú mörk með vinstri hendi en hún er rétthent. Jenný hló þegar undirritaður spurði hvort Þorgerður hefði verið að æfa þetta á meðan kvennalandsliðið lék í Serbíu. Þorgerður Anna gaf ekki kost á sér á Evrópumótið af persónulegum aðstæðum. „Hún hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér. Þetta er góður eiginleiki að hafa að geta bara skipt um hendi," sagði Jenný. Hún hlær aftur aðspurð hvort það sé ekki niðurlæging fyrir markvörð að láta rétthentan mann skora hjá sér með vinstri. „Mesta niðurlægingin er þegar örvhentur leikmaður fer inn úr þröngu færi í vinstra horninu og skorar framhjá manni. Þetta (hjá Þorgerði Önnu) er svona, já, þá er maður bara góður leikmaður og á kannski skilið að skora." Stella Sigurðar: Við spiluðum miklu skemmtilegri sóknarleik„Mér fannst varnarleikurinn okkar lélegur í seinni hálfleik og markvarslan í kjölfarið. Jenný var með 25 bolta og það er það sem skilur liðin að í dag," sagði stórskyttan Stella Sigurðardóttir í leikslok. „Við vorum alveg að skapa okkur færi en hún var að verja frá okkur. Mér fannst við spila miklu skemmtilegri sóknarleik allan leikinn en náðum ekki að koma boltanum í netið," sagði Stella sem var markahæst gestanna með tíu mörk úr 22 skotum. Fram lagði Val að velli í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum en tókst ekki að fylgja þeim sigri eftir í dag. Aðspurð hvort uppskriftin að sigri á Val hefði því ekki verið fundin sagði Stella: „Við höfum verið að vinna þær. Þetta fór í fimm leiki í úrslitakeppninni í fyrra þannig að það er ekki eins og við séum ekki búnar að vinna þær. Við vitum að við getum unnið þær," sagði Stella. Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Valur lagði Fram að velli 33-28 í uppgjöri toppliðanna í N1-deild kvenna í dag. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður heimakvenna sem tóku völdin í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en jafn. Valskonur skoruðu þrjú fyrstu mörkin en þá hrukku gestirnir í gang. Bláklæddar Safamýrastúlkur komust mest þremur mörkum yfir áður en Valskonur vöknuðu til lífsins og leiddu í hálfleik 14-13. Þær rauðklæddu tóku völdin í síðari hálfleik. Valskonur náðu fljótlega sex marka forskoti og þótt Framkonur reyndu að minnka þann mun komust þær aldrei nær Valskonum en sem nam þremur mörkum. Úr varð fimm marka sigur Valskvenna 35-28. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður vallarins í dag. Jenný varði 24 skot og mörg úr opnum færum. Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst Valskvenna með níu mörk líkt og Hrafnhildur Skúladóttir. Athygli vakti að Þorgerður Anna skoraði þrjú marka sinna með vinstri. Ekki amalegt að geta skotið með báðum höndum og nýttist sá eiginleiki Þorgerði vel í dag. Sóknarleikur Valskvenna var á köflum agalaus, sérstaklega í fyrri hálfleik. Línusendingar voru oft ómarkvissar og voru leikmenn liðsins kærulausir á köflum. Hjá Fram var Stella Sigurðardóttir í aðahlutverki eins og svo oft áður með tíu mörk. Nýting Stellu var þó ekki sérstök enda tók hún 22 skot í leiknum. Liðsfélagar hennar leituðu þó ítrekað til hennar sem varð til þess að sum skotin voru tekin úr erfiðri stöðu. Önnur varði Jenný sem fór á kostum í markinu. Birna Berg Haraldsdóttir hefði að ósekju mátt skjóta meira fyrir utan. Birna Berg er afar skotföst og Fram gæti gert betur í sóknarleik sínum að stilla upp fyrir hana og dreifa þar með ábyrgðinni betur í sókninni. Drífa Skúladóttir var í leikmannahópi Vals í dag og því fjórar Skúladætur á skýrslu heimakvenna. Valur er eftir sigurinn eitt í toppsæti deildarinnar að loknum ellefu umferðum. Liðið hefur 22 stig en Fram hefur 20 stig. Liðin eiga eftir að mætast í Safarmýri síðar á tímabilinu. Jenný: Þorgerður hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér„Tapið í deildarbikarnum var ansi súrt og við vorum staðráðnar að láta það ekki endurtaka sig. Við ætluðum ekki að missa af þessum tveimur stigum," sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður Vals. „Þessi leikur átti að fara fram í október og er loksins spilaður núna. Við erum búnar að bíða lengi eftir honum," sagði Jenný sem var besti maður vallarins. Landsliðsmarkvörðurinn varði 25 skot, mörg hver úr dauðafærum. Athygli vakti að liðsfélagi Jennýjar, Þorgerður Anna Atladóttir, skoraði þrjú mörk með vinstri hendi en hún er rétthent. Jenný hló þegar undirritaður spurði hvort Þorgerður hefði verið að æfa þetta á meðan kvennalandsliðið lék í Serbíu. Þorgerður Anna gaf ekki kost á sér á Evrópumótið af persónulegum aðstæðum. „Hún hefur oft sett hann með vinstri framhjá mér. Þetta er góður eiginleiki að hafa að geta bara skipt um hendi," sagði Jenný. Hún hlær aftur aðspurð hvort það sé ekki niðurlæging fyrir markvörð að láta rétthentan mann skora hjá sér með vinstri. „Mesta niðurlægingin er þegar örvhentur leikmaður fer inn úr þröngu færi í vinstra horninu og skorar framhjá manni. Þetta (hjá Þorgerði Önnu) er svona, já, þá er maður bara góður leikmaður og á kannski skilið að skora." Stella Sigurðar: Við spiluðum miklu skemmtilegri sóknarleik„Mér fannst varnarleikurinn okkar lélegur í seinni hálfleik og markvarslan í kjölfarið. Jenný var með 25 bolta og það er það sem skilur liðin að í dag," sagði stórskyttan Stella Sigurðardóttir í leikslok. „Við vorum alveg að skapa okkur færi en hún var að verja frá okkur. Mér fannst við spila miklu skemmtilegri sóknarleik allan leikinn en náðum ekki að koma boltanum í netið," sagði Stella sem var markahæst gestanna með tíu mörk úr 22 skotum. Fram lagði Val að velli í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum en tókst ekki að fylgja þeim sigri eftir í dag. Aðspurð hvort uppskriftin að sigri á Val hefði því ekki verið fundin sagði Stella: „Við höfum verið að vinna þær. Þetta fór í fimm leiki í úrslitakeppninni í fyrra þannig að það er ekki eins og við séum ekki búnar að vinna þær. Við vitum að við getum unnið þær," sagði Stella.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira