Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 32-34 | HK áfram í bikarnum Benedikt Grétarsson skrifar 22. janúar 2013 16:35 Myndir / Valgarður Gíslason HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“ Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira