Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 28-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2013 14:21 FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira