Fótbolti

Balotelli skoraði bæði í 2-1 sigri Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Mario Balotelli byrjaði ferilinn hjá AC Milan með stæl. Hann var óvænt í byrjunarliðinu gegn Udinese og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Giampaolo Pazzini átti að vera í byrjunarliðinu en meiddist í upphitun. Balotelli nýtti tækifærið vel en það tók hann ekki nema 25 mínútur að skora sitt fyrsta mark.

Það gerði hann með skoti úr teig eftir góða sókn AC Milan upp vinstri kantinn. Balotelli var hinn rólegasti þegar hann fagnaði en leyfði sér þó að brosa.

Giampiero Pinzi jafnaði svo metin fyrir Udinese eftir klaufagang í vörn AC Milan. Útlit var fyrir að það yrðu úrslit leiksins þar til að AC Milan fékk vítaspyrnu í uppbótartíma, eftir að brotið var á Stephan El Shaarawy í teignum.

Balotelli sjálfur tók spyrnuna og skoraði af öryggi, eins og hans er von og vísa. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar tvö mörk í frumraun sinni með AC Milan síðan að Oliver Bierhoff gerið það árið 1998.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×