Frábær skáktilþrif í Hörpu 24. febrúar 2013 11:48 Veronika Steinunn Magnúsdóttir Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu. Alþjóðlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Dagur Arngrímsson og stórmeistarinn Henrik Danielsen eru efstir íslenskra skákmeistara að lokinni sjöttu umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í Hörpu í dag. Hjörvar gerði öruggt jafntefli við hinn öfluga úkraínska stórmeistara Vladimir Baklan og Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Nils Grandelius. Dagur Arngrímsson vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Friðrik Ólafsson er ósigraður eftir sex umferðir. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sigraði Kjartan Mack í góðri skák, og er ósigraður með 4 vinninga eftir 6 umferðir. Wesley So, einn fremsti skákmaður heims frá Filipseyjum. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov er einn efstur með 5,5 vinning eftir sigur á Búlgaranum Ivan Cheparinov. Sjö skákmenn hafa 5 vinninga. Þar á meðal eru þrír stigahæstu skákmenn heims undir tvítugu, Anish Giri, Hollandi, Wesley So, Filippseyjum, og Yu Yangyi, Kína. Hinn kornungi Dawid Kolka þungt hugsi. Mikið var um að vera í dag. Fyrr í dag fór fram Reykjavik Barna Blitz, sem er hraðskákkeppni ungra skákmanna. Dawid Kolka hafði þar sigur eftir sigur á Hilmi Frey Heimissyni, sigurvegara síðasta árs, í úrslitaeinvígi. Skákhöllin í Hörpu. Einnig fór fram skáknámskeið fyrir stúlkur þar sem um 60-70 stelpur tóku þátt í tilefni Stelpuskákdagsins, sem stofnað var til í fyrra í tilefni komu Hou Yifan. Námskeiðinu verður framhaldið á morgun og þá verður hinn formlegi Stelpuskákdagur Íslands. Sjöunda umferð hefst kl. 13. Þá verður Jón L. Árnason, stórmeistari, með skákskýringar. Ungir snillingar tefldu í 6. umferð, Yu Yangyi og Anish Giri. Ungir keppendur á N1 Reykjavíkurmótinu, Óskar Víkingur og Þorsteinn Magnússon. Svínn Grandelius og íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen. Rúmenska landsliðskonan og skákblaðamaðurinn Alina L´Ami. Allar myndirnar eru úr smiðju Skáksambands Íslands.
Reykjavíkurskákmótið Skák Reykjavík Harpa Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira