Handbolti

Gajic ekki með gegn Íslandi?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Skyttan Dragan Gajic, lykilmaður í slóvenska landsliðinu, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla.

Gajic meiddist á vinstri fæti í leik með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni á dögunum og missir af þeim sökum af mikilvægum leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Talið er að hann verði frá næstu sex vikurnar en hann vonast samt til að geta spilað með Slóveníu gegn Íslandi í undankeppni EM 2014, samkvæmt fjölmiðlum ytra. Liðin eru saman í riðli og mætast tvívegis, heima og ytra, dagana 3. og 7. apríl.

Ísland er í efsta sæti riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki en Slóvenía er í öðru sæti með þrjú stig.

Leikur Montpellier og Hamburg hefst klukkan 18.00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Með sigri getur Hamburg tryggt sér efsta sæti riðilsins en Montpellier þarf helst á sigri að halda til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Slóvenía komst í undanúrslit á HM á Spáni í janúar og endaði í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×