Alonso fljótastur á þriðja degi æfinganna Birgir Þór Harðarson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Alonso var fljótur um Barcelona-brautina. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Nico Hulkenberg á Sauber varð annar og Romain Grosjean þriðji. Nico Rosberg tók við af Lewis Hamilton hjá McLaren og setti fjórða besta tímann umhverfis brautina. Báðir Williams-ökuþórarnir óku í gær, skiptu á milli sín deginum og voru nokkuð jafnir; aðeins skildi 0,151 sekúnda á milli þeirra Pastor Maldonado og Valtteri Bottas. Sá síðarnefndi ók reyndar hringinn á hörðu dekkjagerðinni en Maldonado á þeirri mjúku. Tími Alonso er sá besti sem settur hefur verið á þessum þremur dögum æfingalotu tvö í Barcelona fyrir tímabilið sem hefst í mars. Tíminn er jafnframt hálfri sekúndu fljótari en besti tíminn sem settur var á mjúku dekkjagerðinni á undirbúningstímabilinu í fyrra. Af botnbaráttunni er það að frétta að Marussia virðist vera í betri málum en Caterham, eitthvað sem var ekki tilfellið á keppnisvertíðinni í fyrra. Giedo van der Garde á Caterham ók nánast hálfri sekúndu hægar en Max Chilton á Marussia í gær. Búast má við fleiri þjónustu hléum á vertíðinni sem fer í hönd heldur en í fyrra. Sem dæmi má taka að í keppnisprófunum Romain Grosjean og Lotus í dag stoppaði ökuþórinn fjórum sinnum til að skipta um dekk. Síðasti æfingadagurinn í Barcelona er í dag.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira