Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 25-27 | Sjöundi sigur Fram í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. febrúar 2013 00:01 Mynd/Valli Fram sigraði HK 27-25 í N1 deild karla í handbolta í dag. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun á seinni hálfleik og stóðst liðið áhlaup HK í lokin. Fram mætti mjög ákveðið til leiks og virtist taka meðbyrin úr stórsigrinum á Aftureldingu fyrir tveimur dögum með sér inn í leikinn því liðið komst í 4-1 og virtist ekkert hafa fyrir því. Þegar rétt tæplega ellefu mínútur voru liðnar og staðan 5-3 fyrir Fram tók Kristinn Guðmundsson þjálfari HK leikhlé og hreinlega vakti sína menn. HK fór að berjast í vörninni og sóknarleikur liðsins batnaði til mikilla muna. HK tapaði óhemju mörgum boltanum framan af leik en hætti að reyna að troða boltanum inn á línu og lét boltann ganga betur fyrir utan sem skilaði sér í fínum færum og HK komst yfir 7-6 þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Jafnræði var með liðunum út hálfleikinn en HK var alltaf á undan að skora eftir að liðið komst yfir og komst nokkrum sinnum tveimur mörkum yfir en Fram náði þó að jafna fyrir hálfleik, 12-12. Fram lék við hvurn sinn fingur í upphafi seinni hálfleiks og náði fjögurra marka forystu á rúmlega fimm mínútum 17-13. Kristinn Guðmundsson reyndi að berja þrótt í sitt lið með því að taka leikhlé en leikmenn HK voru gjörsamlega andlausir og þegar tólf mínútur voru til leiksloka var munurinn kominn í sjö mörk 24-17 og úrslitin virtust ráðin. Framarar eins og áhorfendur virtust trúa því að þetta væri komið og þá fór HK loks að berjast og átu forskotið upp á sjö mínútum. Fram var einu marki yfir 25-24 þegar HK fór í hraðaupphlaup en þar tapaði Tandri Konráðsson boltanum þegar slakir dómarar leiksins Hafsteinn Ingibergsson og Þorleifur Árni Björnsson dæmdu ekkert þó klárt tilefni hefði verið til. HK fékk annað færi til að jafna úr hraðaupphlaupi en þá fór Bjarki Már Elísson inn úr erfiðu færi sem hann hafði nýtt marg oft í leiknum en brást bogalistin á ögurstundu. Fram komst aftur tveimur mörkum yfir en Sigurður Eggertsson steig upp fyrir Fram í lokin og skoraði tvö síðustu mörk liðsins og tryggði Fram sæti í úrslitakeppninni. Akureyri getur náð Fram að stigum vinni liðið rest og Fram tapi öllum sínum leikjum. Það mun ekki gerast. HK er átta stigum á eftir Fram þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir en Fram vann alla leiki liðanna á tímabilinu og því getur HK ekki komist yfir Fram. HK er í fimmta sæti í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Liðin voru að leika sinn annan leik á þremur dögum og virtust sumir leikmenn liðanna þreyttir fyrir vikið. Ólafur Víðir Ólafsson er ný stiginn upp úr meiðslum og gat ekki leikið margar mínútur fyrir HK og munaði um það. Hann byrjaði leikinn illa en innkoma hans seint í seinni hálfleik hafði mikið að segja með að liðið vann sig inn í leikinn. Vladimir Ðuric sem leysti Ólaf Víði af hólmi hefur enga burði til þess í skelfilegu formi. Það er slæm staðreynd að fjárvana lið skuli bjóða upp á útlending í eins slæmu ásigkomulagi en Ðuric virðist hafa blásið út þegar hann jafnaði sig á puttabroti fyrr á tímabilinu. Bjarki Már Elísson var bestur í liði HK og Tandri Már átti spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik. Björn Ingi varði vel framan af og Arnór stóð sig vel á loka kaflanum. Sigurður Eggertsson var frábær í liði Fram en markaskor dreifðist vel hjá Fram og ljóst að Einar Jónsson þjálfari liðsins er að nýta breiddina vel og nýtur góðs af því að hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri í upphafi leiktíðar. Einar: Er ánægðastur með stigin tvö„Það voru kaflar hér þar sem við vorum frábærir og svo voru afar daprir kaflar inn á milli. Ég held að við höfum stjórnað leiknum mestan hluta leiksins og mér fannst við hleypa þeim HK inn í þennan leik. Að sama skapi vorum við á tímabili og stinga þá af og svo kláruðum við þetta og ég er ánægðastur með það, tvö stigin. Frammistaðan yfir 60 mínúturnar mætti vera betri," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Við komum vel stemmdir út úr klefanum og það er jákvætt en kannski þurfum við að halda betur út og klára leikina betur. Við gerðum það auðvitað mjög vel í seinasta leik en mér fannst óþarfi að hleypa spennu í þennan leik en það skiptir engu hvort við vinnum með einu, tveimur, tíu eða tuttugu. Við unnum og þá er ég sáttur. „Ég held að sætið í úrslitakeppninni sé nánast öruggt. Akureyri getur náð okkur en þeir þurfa að vinna rest og við að tapa rest og ég held að við getum sagt að við séum komnir með aðra hönd á úrslitakeppnina og á sama tíma, eins og deildin er, þá tryggjum við sætið í deildinni eina umferðina og sætið í úrslitakeppninni þá næstu. Þetta er stór undarlegt. Okkur var spáð, sjötta, sjöunda sæti og erum í þriðja sæti í dag og getum vel við unað en við þurfum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera og vinna vinnuna okkar af kostgæfni. „Við eigum möguleika á að keppa um heimavallarétt en í rauninni snýst þetta um næsta leik sem er gegn Val á fimmtudaginn. Við þurfum að undirbúa okkur undir það. Því miður er það alltaf þessi klisja. Ef maður fer að hugsa of langt þá er maður búinn að tapa baráttunni," sagði Einar að lokum. Kristinn: Virkuðum eins og sundurslitnir einstaklingar„Fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK aðspurður hvað hafi skilið á milli í leiknum. „Við vorum ekki með. Varnarleikurinn var ömurlegur á þessum kafla og sóknarleikurinn lítið skárri. Við virkuðum eins og sundurslitnir einstaklingar í stað þess að spila eins og lið. Það er ekki ávísun á góðan árangur. „Við sýnum í þessum leik að við höfum fulla burði á að vinna lið eins og Fram en þeir eru klókari en við í dag og einbeittari á verkefnið og við töpum stöðum of mikið gegn þeim sem kostar þennan leik. „Við erum sjálfum okkur verstir og hlaupum svolítið fram úr okkur. Það vantaði lífsneista nema síðustu 10 mínúturnar í leiknum. „Við verðum að takast á við þá hluti sem við höfum stjórn á og reyna að laga þá. Mér fannst dómararnir mjög skrautlegir í dag og hafa mjög mikil áhrif á það hvernig leikurinn spilaðist. Ég er ekki að segja að þeir hafi ráðið úrslitum í leiknum en áhrif þeirra á leikinn voru mjög neikvæð útaf mörgum mjög slökum ákvörðunum en við getum ekkert skýlt okkur á bak við það. Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum,“ sagði Kristinn en spyrja þarf þeirrar spurningar af hverju dómaranefnd HSÍ setur dómara sem ekki eru vanir að dæma saman á sjónvarpsleik dagsins í N1 deild karla, eina leik dagsins í þeirri deild en einnig voru fjórir leikir í N1 deild kvenna og einn í 1. deild karla sem þurfti að manna. „Að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í fyrsta markmiðið. Að klára að tryggja félaginu stöðu í deild þeirra bestu á næsta ári. Annað er bónus eins og staðan er í dag. Það er ljóst og við þurfum að setja okkar markmið þannig fyrir þessa leiki sem eftir eru. Við eigum Hafnarfjörðinn næstu tvo leiki og það er ekkert grín að eiga það eftir og svo ÍR og Akureyri. Þetta er hörku barátta sem við erum að fara í núna,“ sagði Kristinn um stöðu HK í deildinni. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Fram sigraði HK 27-25 í N1 deild karla í handbolta í dag. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun á seinni hálfleik og stóðst liðið áhlaup HK í lokin. Fram mætti mjög ákveðið til leiks og virtist taka meðbyrin úr stórsigrinum á Aftureldingu fyrir tveimur dögum með sér inn í leikinn því liðið komst í 4-1 og virtist ekkert hafa fyrir því. Þegar rétt tæplega ellefu mínútur voru liðnar og staðan 5-3 fyrir Fram tók Kristinn Guðmundsson þjálfari HK leikhlé og hreinlega vakti sína menn. HK fór að berjast í vörninni og sóknarleikur liðsins batnaði til mikilla muna. HK tapaði óhemju mörgum boltanum framan af leik en hætti að reyna að troða boltanum inn á línu og lét boltann ganga betur fyrir utan sem skilaði sér í fínum færum og HK komst yfir 7-6 þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Jafnræði var með liðunum út hálfleikinn en HK var alltaf á undan að skora eftir að liðið komst yfir og komst nokkrum sinnum tveimur mörkum yfir en Fram náði þó að jafna fyrir hálfleik, 12-12. Fram lék við hvurn sinn fingur í upphafi seinni hálfleiks og náði fjögurra marka forystu á rúmlega fimm mínútum 17-13. Kristinn Guðmundsson reyndi að berja þrótt í sitt lið með því að taka leikhlé en leikmenn HK voru gjörsamlega andlausir og þegar tólf mínútur voru til leiksloka var munurinn kominn í sjö mörk 24-17 og úrslitin virtust ráðin. Framarar eins og áhorfendur virtust trúa því að þetta væri komið og þá fór HK loks að berjast og átu forskotið upp á sjö mínútum. Fram var einu marki yfir 25-24 þegar HK fór í hraðaupphlaup en þar tapaði Tandri Konráðsson boltanum þegar slakir dómarar leiksins Hafsteinn Ingibergsson og Þorleifur Árni Björnsson dæmdu ekkert þó klárt tilefni hefði verið til. HK fékk annað færi til að jafna úr hraðaupphlaupi en þá fór Bjarki Már Elísson inn úr erfiðu færi sem hann hafði nýtt marg oft í leiknum en brást bogalistin á ögurstundu. Fram komst aftur tveimur mörkum yfir en Sigurður Eggertsson steig upp fyrir Fram í lokin og skoraði tvö síðustu mörk liðsins og tryggði Fram sæti í úrslitakeppninni. Akureyri getur náð Fram að stigum vinni liðið rest og Fram tapi öllum sínum leikjum. Það mun ekki gerast. HK er átta stigum á eftir Fram þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir en Fram vann alla leiki liðanna á tímabilinu og því getur HK ekki komist yfir Fram. HK er í fimmta sæti í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Liðin voru að leika sinn annan leik á þremur dögum og virtust sumir leikmenn liðanna þreyttir fyrir vikið. Ólafur Víðir Ólafsson er ný stiginn upp úr meiðslum og gat ekki leikið margar mínútur fyrir HK og munaði um það. Hann byrjaði leikinn illa en innkoma hans seint í seinni hálfleik hafði mikið að segja með að liðið vann sig inn í leikinn. Vladimir Ðuric sem leysti Ólaf Víði af hólmi hefur enga burði til þess í skelfilegu formi. Það er slæm staðreynd að fjárvana lið skuli bjóða upp á útlending í eins slæmu ásigkomulagi en Ðuric virðist hafa blásið út þegar hann jafnaði sig á puttabroti fyrr á tímabilinu. Bjarki Már Elísson var bestur í liði HK og Tandri Már átti spretti, sérstaklega í fyrri hálfleik. Björn Ingi varði vel framan af og Arnór stóð sig vel á loka kaflanum. Sigurður Eggertsson var frábær í liði Fram en markaskor dreifðist vel hjá Fram og ljóst að Einar Jónsson þjálfari liðsins er að nýta breiddina vel og nýtur góðs af því að hafa gefið ungum leikmönnum tækifæri í upphafi leiktíðar. Einar: Er ánægðastur með stigin tvö„Það voru kaflar hér þar sem við vorum frábærir og svo voru afar daprir kaflar inn á milli. Ég held að við höfum stjórnað leiknum mestan hluta leiksins og mér fannst við hleypa þeim HK inn í þennan leik. Að sama skapi vorum við á tímabili og stinga þá af og svo kláruðum við þetta og ég er ánægðastur með það, tvö stigin. Frammistaðan yfir 60 mínúturnar mætti vera betri," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Við komum vel stemmdir út úr klefanum og það er jákvætt en kannski þurfum við að halda betur út og klára leikina betur. Við gerðum það auðvitað mjög vel í seinasta leik en mér fannst óþarfi að hleypa spennu í þennan leik en það skiptir engu hvort við vinnum með einu, tveimur, tíu eða tuttugu. Við unnum og þá er ég sáttur. „Ég held að sætið í úrslitakeppninni sé nánast öruggt. Akureyri getur náð okkur en þeir þurfa að vinna rest og við að tapa rest og ég held að við getum sagt að við séum komnir með aðra hönd á úrslitakeppnina og á sama tíma, eins og deildin er, þá tryggjum við sætið í deildinni eina umferðina og sætið í úrslitakeppninni þá næstu. Þetta er stór undarlegt. Okkur var spáð, sjötta, sjöunda sæti og erum í þriðja sæti í dag og getum vel við unað en við þurfum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera og vinna vinnuna okkar af kostgæfni. „Við eigum möguleika á að keppa um heimavallarétt en í rauninni snýst þetta um næsta leik sem er gegn Val á fimmtudaginn. Við þurfum að undirbúa okkur undir það. Því miður er það alltaf þessi klisja. Ef maður fer að hugsa of langt þá er maður búinn að tapa baráttunni," sagði Einar að lokum. Kristinn: Virkuðum eins og sundurslitnir einstaklingar„Fyrstu 20 mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK aðspurður hvað hafi skilið á milli í leiknum. „Við vorum ekki með. Varnarleikurinn var ömurlegur á þessum kafla og sóknarleikurinn lítið skárri. Við virkuðum eins og sundurslitnir einstaklingar í stað þess að spila eins og lið. Það er ekki ávísun á góðan árangur. „Við sýnum í þessum leik að við höfum fulla burði á að vinna lið eins og Fram en þeir eru klókari en við í dag og einbeittari á verkefnið og við töpum stöðum of mikið gegn þeim sem kostar þennan leik. „Við erum sjálfum okkur verstir og hlaupum svolítið fram úr okkur. Það vantaði lífsneista nema síðustu 10 mínúturnar í leiknum. „Við verðum að takast á við þá hluti sem við höfum stjórn á og reyna að laga þá. Mér fannst dómararnir mjög skrautlegir í dag og hafa mjög mikil áhrif á það hvernig leikurinn spilaðist. Ég er ekki að segja að þeir hafi ráðið úrslitum í leiknum en áhrif þeirra á leikinn voru mjög neikvæð útaf mörgum mjög slökum ákvörðunum en við getum ekkert skýlt okkur á bak við það. Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum,“ sagði Kristinn en spyrja þarf þeirrar spurningar af hverju dómaranefnd HSÍ setur dómara sem ekki eru vanir að dæma saman á sjónvarpsleik dagsins í N1 deild karla, eina leik dagsins í þeirri deild en einnig voru fjórir leikir í N1 deild kvenna og einn í 1. deild karla sem þurfti að manna. „Að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í fyrsta markmiðið. Að klára að tryggja félaginu stöðu í deild þeirra bestu á næsta ári. Annað er bónus eins og staðan er í dag. Það er ljóst og við þurfum að setja okkar markmið þannig fyrir þessa leiki sem eftir eru. Við eigum Hafnarfjörðinn næstu tvo leiki og það er ekkert grín að eiga það eftir og svo ÍR og Akureyri. Þetta er hörku barátta sem við erum að fara í núna,“ sagði Kristinn um stöðu HK í deildinni.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira