Handbolti

Dinart í nýju hlutverki hjá franska handboltalandsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Didier Dinart fagnar Ólympíugulli með félögum sínum í franska landsliðinu.
Didier Dinart fagnar Ólympíugulli með félögum sínum í franska landsliðinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Didier Dinart er hættur að spila með franska landsliðinu en verður samt áfram með liðinu þrátt fyrir það. Dinart hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi franska landsliðsins og byrjar í nýja starfinu 1. júlí næstkomandi.

Dinart er einn af bestu varnarmönnum handboltasögunnar og frábær karakter. Frakkar telja að hann geti hjálpað franska landsliðinu þótt að hann sé ekki lengur í búning.

Dinart setti landsliðsskóna upp á hillu fyrir fimmtán dögum en hann spilaði alls 379 landsleiki fyrir Frakka frá 1996 til 2012. Hann vann alls sjö stórmótagull á ferlinum þar af þrjár Heimsmeistarakeppnir og tvö Ólympíugull.

Didier Dinart sem er orðinn 36 ára gamall er enn að spila en hann er liðsfélagi Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Róberts Gunnarssonar hjá Paris HB. Þetta mun hinsvegar vera síðasta tímabil hans í boltanum því hann gerði bara eins árs samning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×