Handbolti

Óvænt tap á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Óli lék með Haukum áður en hann fór til Svíþjóðar.
Heimir Óli lék með Haukum áður en hann fór til Svíþjóðar.
Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark þegar að lið Guif tapaði fyrir Aranäs í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-25. Aranäs er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en Guif þurfti á stigunum að halda til að styrkja stöðu sína í harðri toppbaráttu deildarinnar.

Guif hefði með sigri getað komist upp í annað sæti deildarinnar og minnkað forystu Lugi á toppnum í eitt stig. En liðið er í þriðja sæti með 37 stig, rétt eins og Kristianstad og Drott sem eru í næstu sætum á eftir. Sävehof er í öðru sæti með 38 stig.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif en bróðir hans, Haukur, er meiddur og gat því ekki spilað með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×