Bikarúrslitaleikir allra flokka í Símabikarnum í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni um næstu helgi en í fyrsta sinn eru undanúrslitaleikir hjá körlum og konum spilaðir á sömu helgi og sjálfir bikarúrslitaleikirnir.
Miðasala á helgina er hafin á midi.is og er meðal annars hægt að kaupa helgarpassa á alla leikina. Miðasala á einstaka leiki fer síðan fram hjá viðkomandi félögum. Miðaverð á helgarpassa er 4000 krónur.
Eins og undanfarin ár fara úrslitaleikir yngri flokka fram á sama tíma og leikirnir hjá meistaraflokkunum.
Það er aðeins meira mál að raða þessu upp vegna þess að undanúrslitaleikirnir bætast við en hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir handboltaveisluna í Höllinni um helgina.
Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi:
Fös. 8.mar.2013 17.15 Símabikar ka Laugardalshöll Selfoss - ÍR
Fös. 8.mar.2013 19.45 Símabikar ka Laugardalshöll Akureyri - Stjarnan
Fös. 8.mar.2013 21.30 Bikark. utand. Laugardalshöll Úrslitaleikur
Lau. 9.mar.2013 11.00 Bikark. 4.kv Laugardalsh. Úrslital. (HK - Selfoss eða Fram {Spila 7.feb.})
Lau. 9.mar.2013 13.30 Símabikar kv Laugardalshöll ÍBV - Valur
Lau. 9.mar.2013 15.45 Símabikar kv Laugardalshöll Grótta - Fram
Lau. 9.mar.2013 18.00 Bikark. 3.ka Laugardalshöll Úrslitaleikur (FH - Grótta)
Sun. 10.mar.2013 11.00 Bikark. 4.ka Laugardalshöll Úrslital. (Fram - Selfoss)
Sun. 10.mar.2013 13.30 Símabikar ka Laugardalshöll Úrslitaleikur karla
Sun. 10.mar.2013 16.00 Símabikar kv Laugardalshöll Úrslitaleikur kvenna
Sun. 10.mar.2013 18.00 Bikark. 2.fl Laugardalshöll Úrslitaleikur (Haukar - FH)
Sun. 10.mar.2013 20.00 Bikark. 3.kv Laugardalshöll Úrslital. (Fram - Selfoss)
Passi í boði á alla leikina á úrslitahelgi Símabikarsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti


„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti