Handbolti

Ólafur frábær í sigri Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ólafur Gústafsson skoraði sjö mörk þegar að Flensburg vann góðan útisigur á slóvenska liðinu Gorenje Velenje, 28-25.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Ólafur skoraði mörkin sín sjö úr aðeins níu skotum. Hann var markahæstur í liði Flensburg.

Síðari leikur liðanna fer fram um næstu helgi en ljóst að þeir þýsku þykja líklegir til að komast áfram í fjórðungsúrslitin.

Barcelona vann sannfærandi sigur á Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku, 32-26, og er því góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro/Silkeborg í dag.

Það var einnig spilað í EHF-keppninni í dag. Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir franska liðið Nantes sem vann sigur á Stiinta Bacau frá Rúmeníu, 32-27.

Nantes er í öðru sæti D-riðils og tryggði sér með sigrinum sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar. Magdeburg er á toppi riðilsins með níu stig en ein umferð er eftir af riðlakeppninni.

Fyrri leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er nú lokið en úrslitin má sjá hér fyrir neðan:

Bjerringbro/Silkeborg - Barcelona 26-32

Ademar Leon - Veszprem 20-23

Pick Szeged - Kielce 26-25

Celje Lasko - Hamburg 29-38

Chekhovskie Medvedi - Kiel 37-35

Dinamo Minsk 23-26

Atletico Madrid - Füchse Berlin 29-29

Gorenje Velenje - Flensburg 25-28




Fleiri fréttir

Sjá meira


×