Handbolti

Ólafur og Ernir hjá Emsdetten í tvö ár til viðbótar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Bjarki í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Bjarki í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson hafa báðir skrifað undir nýjan samning við þýska B-deildarliðið Emsdetten.

Þetta var tilkynnt eftir sigur liðsins á Friesenheim í kvöld en Emsdetten er á toppi deildarinnar með 40 stig og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið spili í efstu deild á næsta tímabili.

Ólafur Bjarki hafði verið sterklega orðaður við Lemgo en hann ákvað að halda tryggð við Emsdetten, sem og Ernir Hrafn.

Ólafur Bjarki skoraði sex mörk fyrir Emsdetten í dag og var markahæstur og Ernir Hrafn skoraði eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×