Jón Margeir Sverrisson hefur farið mikinn á Reykjavíkurmeistaramótinu í sundi sem fer fram nú um helgina. Hann hefur þegar bætt fimm Íslandsmet.
Jón Margeir, sem keppir í fötlunarflokki S14, hefur bætt metin í 100 m skriðsundi, 400 m skriðsundi, 200 m bringusundi, 100 m flugsundi og 400 m fjórsundi.
Alls hafa fimm Íslandsmet fallið í flokki fatlaðra. Thelma Björg Björnsdóttir bætti met í 100 m skriðsundi og 400 m skriðsundi og þá gerði Marinó Ingi Adolfsson slíkt hið sama í 400 m skriðsundi.
Engin Íslandsmet hafa fallið hjá ófötluðum en Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee hafa borið höfuð og herðar yfir flesta aðra til þessa. Mótinu lýkur í kvöld.
Jón Margeir með fimm Íslandsmet til þessa
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




