Alfreð: Of gott tækifæri til að sleppa því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2013 07:00 Alfreð Örn Finnsson. Mynd/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því." Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því."
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira