Handbolti

Segir atvikið á vellinum óheppilegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá umræddu atviki um helgina. Til hægri er Bjarni Guðmundsson.
Frá umræddu atviki um helgina. Til hægri er Bjarni Guðmundsson.
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina.

Ljósmyndaranum Daníel Rúnarssyni var vísað af velli með handafli þegar hann ætlaði að mynda fögnuð leikmanna ÍR eftir sigur í bikarúrslitaleik karla í handbolta.

Kristín Harpa Hálfdánardóttir, íþróttastjóri Rúv, vísaði honum af velli eins og sést á meðfylgjandi myndum.

„Það átti sér stað óheppilegt atvik í lok úrslitaleiks karla í handbolta sem við erum að fara yfir," sagði Bjarni þegar að Vísir hafði samband við hann. Vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Vísir spurði Bjarna hvort að það hefði verið á ábyrgð starfsmanna Rúv að láta aðra fjölmiðla fara eftir starfsreglum á viðkomandi atburði, en hann vísaði í fyrra svar sitt.


Tengdar fréttir

Algjörlega til skammar

Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta.

Rúv bannar myndatökur á gólfinu

Ekki verður boðið upp á neinar hefðbundnar fagnmyndir af gólfinu eftir bikarúrslitaleik Vals og Fram á eftir þar sem Rúv hefur meinað ljósmyndurum að fara inn á völlinn eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×