Fótbolti

Juventus vann stórleikinn gegn Inter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Juventus vann frábæran og mikilvægan sigur á Inter Milan, 2-1, í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag.

Fabio Quagliarella, leikmaður Juventus, skoraði frábært mark strax á þriðji mínútu leiksins og kom gestunum í 1-0.

Rodrigo Palacio náði að jafna metin fyrir Inter Milan í upphafi síðari hálfleiksins en það var síðan Alessandro Matri sem skoraði sigurmark leiksins nokkrum mínútum síðar fyrir Juventus.

Leikmenn Inter reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í síðari hálfleiknum en allt kom fyrir ekki og toppliðið í Juve vann frábæran sigur.

Esteban Cambiasso, leikmaður Inter Milan, fékk beint rautt spjald á lokaandartaka leiksins þegar hann tæklaði leikmenn Juventus skelfilega illa og fauk réttilega útaf. Skapið fór með leikmanninn sem er mikill keppnismaður.

Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 68 stig, 12 stigum á undan AC Milan sem er í öðru sæti. Inter Milan er í því sjöunda með 47 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×