Handbolti

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson Mynd/Stefán
Atli Ævar Ingólfsson skoraði átta mörk fyrir SönderjyskE í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld en það dugði þó ekki liðinu sem tapaði á móti Team Tvis Holstebro og féll niður í áttaunda sæti deildarinnar.

SönderjyskE tapaði 30-32 á heimavelli á móti Team Tvis Holstebro. Atli Ævar var annar markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk en Anton Rúnarsson skoraði þrjú mörk. Tapið þýðir að SönderjyskE er áttunda og síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Mors-Thy komust hinsvegar upp fyrir SönderjyskE og í 7. sætið eftir 25-20 útisigur á TMS Ringsted. Einar Ingi skoraði tvö mörk í leiknum.

Viborg, lið Óskars Bjarna Óskarssonar, vann 33-29 sigur á Skive og vann þar með tvo síðustu leiki sína á tímabilinu. Kasper Kvist skoraði tíu mörk fyrir Viborg-liðið í kvöld, Liðið endaði í 10. sætinu og var fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×