Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2013 18:57 Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða." Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða."
Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira