"Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín“ Ingimar Karl Helgason skrifar 8. apríl 2013 13:11 Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni?
Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar