Handbolti

Þjóðverjar unnu lífsnauðsynlegan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Groetz og Adrian Pfahl fagna.
Patrick Groetz og Adrian Pfahl fagna. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýska handboltalandsliðið bætti stöðu sína í undankeppni EM 2014 með því að vinna fimm marka heimasigur á Tékkum í dag, 28-23. Þjóðverjar endurheimtu annað sætið í riðlinum með þessum sigri en tvær efstu þjóðirnar komast áfram á EM.

Tékkar unnu 24-22 sigur á Þýskalandi í síðustu viku og náðu með því tveggja stiga forskoti á þýska liðið. Þjóðverjar náðu hinsvegar aftur öðru sætinu í dag en þeir þurftu að vinna með þremur mörkum eða meira til að standa betur í innbyrðisviðureignum.

Tékkar komust reyndar í 5-1 í byrjun leiks en þá fóru Þjóðverjar í gang og þýska liðið var komið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Þjóðverjar náðu mest sex marka forskoti í seinni hálfleiknum en Tékkum tókst reyndar að minnka munninn niður í þrjú mörk í lokin.

Steffen Weinhold, leikmaður Flensburg, og Sven-Sören Christophersen leikmaður Füchse Berlin, voru markahæstir hjá Þjóðverjum með sex mörk hvor. Filip Jicha, leikmaður Kiel, skoraði átta mörk fyrir Tékka.

Svartfellingar eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins þrátt fyrir óvænt tap á móti botnliði Ísrael í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×