Sárnaði umræðan Benedikt Grétarsson skrifar 6. apríl 2013 09:00 Alexander Petersson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Körfubolti Fleiri fréttir Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Körfubolti Fleiri fréttir Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira