Handbolti

Handboltaliðið Guðrún að gera góða hluti í Danmörku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn Guðrún Handbolta.
Liðsmenn Guðrún Handbolta.
Íslendingaliðið Guðrún Handbolti er komið upp í efstu deild í Kaupmannarhafnar-deildinni í handbolta en þetta lið er eingöngu skipað íslenskum leikmönnum og félagsmenn líta á sig sem eina raunverulega íslendingaliðið í Danmörku.

Guðrún Handbolti tapaði aðeins einum leik allt tímabilið en liðið er skipað námsmönnum að mestu og er því mikið um að leikmenn komi og fari milli tímabila. Liðið náði að halda góðum kjarna frá síðasta tímabili og að auki fengið nokkra spræka nýliða til liðs við hópinn.

Forráðamenn félagsins eru þegar farnir að huga að leikmannamálum fyrir næsta tímabil eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Ef leikmenn á Íslandi hafa hug á flutning til Kaupmannahafnar vegna náms eða starfa eru þeir alltaf velkomnir. Æfingar hefjast hjá Guðrúnu í byrjun september og æfir liðið í Ryparken Hallen á þriðjudögum frá 21:00-22;00 og fimmtudögum 19:00-21:00. Leikir eru svo oftast spilaðir um helgar," segir í fréttatilkynningunni frá Guðrúnu Handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×