Handbolti

Ólafur með stórleik | Guif úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslendingaliðið Guif er úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en hún stendur nú sem hæst.

Guif tapaði fyrir Sävehof, 30-28, og rimmu liðanna í fjórðungsúslitum þar með 3-1. Heimir Óli Heimisson skoraði þrjú mörk fyrir Guif og Haukur Andrésson eitt. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins.

Kristianstad náði hins vegar að þvinga fram oddaleik í rimmu sinni gegn Alingsås. Kristianstad vann nauman sigur á útivelli í kvöld, 22-21, og getur tryggt sér sæti í undanrúrslitum með sigri á heimavelli á sunnudag.

Ólafur Andrés Guðmundsson átti stórleik fyrir Kristianstad og skoraði níu mörk - rétt tæpan helming allra marka síns liðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×