Árni Páll umdeildur í eigin flokki Helga Arnardóttir skrifar 29. apríl 2013 13:35 Ólína Þorvarðardóttir deilir hart á Árna Pál. Mynd/ Vilhelm. Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína. Kosningar 2013 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína.
Kosningar 2013 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira