Ef landið væri eitt kjördæmi myndu öll framboðin ná manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. apríl 2013 15:40 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór. Kosningar 2013 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð. Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þannig sýnir hún að aðeins tvö þessara framboða næðu manni inn á þing ef að kosið yrði nú. Nærri helmingur þessara atkvæða eða rúm 11% skila engum þingmanni. Til að eiga möguleika jöfnunarþingsæti þurfa flokka að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu í kosningunum um helgina. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara mjög umdeilt hvort að það eigi að vera svona þröskuldur. Svo er það líka misjafnt hvað þröskuldur er hár. Við skulum átta okkur á því að þetta er ekki nein íslensk uppfinning að vera með þröskuld. Svíar eru með 4% þröskuld þannig að það er aðeins auðveldara að komast þar inn á þingið. Hugsunin á bak við að hafa svona þröskuld er sú að það fyllist ekki allt þingið af smáflokkum. Það sem liggur að baki því er þá sú hugsun að það verði auðveldara að mynda ríkisstjórn en svo geta menn deilt um hversu lýðræðislegt þetta er,“ segir Grétar Þór. Grétar segir að miða við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þá hefði það töluverð áhrif ef enginn þröskuldur væri. „Ef að enginn þröskuldur væri og landið væri eitt kjördæmi þá kæmust allir flokkarnir sem bjóða fram á landsvísu á þing,“ segir Grétar Þór. Þannig næðu allir minnstu flokkarnir einum manni inn og sumir jafnvel tveimur. Hann segir mögulegt að það að skoðanakannanir sýni að aðeins tvö nýju framboðanna nái manni inn hafi áhrif á kjósendur. „Núna þegar það er komið svona nálægt kosningum og kannski ekkert eða fátt eða ekkert bendir til þess að litlir flokkar séu nálægt því að komast í 5% þá fari fólk að hugsa kannski taktískt um það og reyna þá að kjósa þannig að atkvæði þeirra nýtist. Það er í auðvitað ein afleiðing af þessu öllu saman bæði því að hafa þröskuldinn og svo að vera með svona mikið af könnunum,“ segir Grétar Þór.
Kosningar 2013 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira